Til bakaPrenta
Mannvirkja- og veitunefnd - 6

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
12.10.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Ívar Dan Arnarson varamaður, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður, Marinó Stefánsson embættismaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður.
Fundargerð ritaði: Marinó Stefánsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208082 - Starfs- og fjárhagsáætlun Mannvirkja- og veitunefndar 2023
Starfs- og fjárhagsáætlun Mannvirkja- og veitunefndar 2023. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðstjóra að útfæra fjárhagsáætlun nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum og vísað til endanlegrar ákvörðunar bæjarráðs.
2. 2209112 - Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2023
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2023 lögð fram til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd vísar gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
3. 2209171 - Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2023
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2023. Mannvirkja- og veitunefnd vísar gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
4. 2210052 - Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2023
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2023 tekin til umræðu. Mannvirkja- og veitunefnd vísar gjaldskrá fjarvarmaveitu Fjarðabyggðar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
5. 2210020 - Erindi frá áhugahóp um Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði.
Erindi frá áhugahóp um Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði. Mannvirkja- og veitunefnd þakkar erindið og felur sviðstjóra að ræða við fjölskyldu- og útivistarsvæðis á Fáskrúðsfirði.
6. 2208081 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2023
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar vísar til mannvirkja- og veitunefndar að kanna með hagræðingu orkukaupa vegna reksturs húsnæðis í málaflokknum. Þar er átt við m.a. félagsheimili og söfn og tækifæri til útboðs orkukaupa. Mannvirkja- og veitunefnd felur forstöðumanni veitna að skoða innkaup á orku.
Reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023.pdf
7. 2209228 - Erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar
Fram lagt erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar um tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð.
Bæjarráð vísaði erindinu til nefnda sveitarfélagsins til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd tekur vel í erindi frá UNICEF á Íslandi og mun halda áfram að skapa barnavænar leiðir til þáttöku.
8. 2207084 - Fyrirspurn um framtíð tjaldsvæðis á Stöðvarfirði
Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar og kostnaðargreiningar mannvirkja- og veitunefndar fyrirspurn Íbúasamtaka á Stöðvarfirði um framtíð tjaldsvæðisins á Stöðvarfirði og staðsetningu þess á íþróttavelli. Mannvirkja- og veitunefnd bíður með að svara erindinu á meðan verið er að klára minnisblað varðandi tjaldsvæði í Fjarðabyggð.
Til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.pdf
9. 2210061 - Gjaldskrá fráveitu 2023
Gjaldskrá fráveitu 2023 tekin til umræðu. Mannvirkja- og veitunefnd vísar gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta