Til bakaPrenta
Bæjarráð - 781

Haldinn Í Múlanum - Norðfirði,
23.01.2023 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þórður Vilberg Guðmundsson, Forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301135 - Erindi um opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Reyðarfirði
Framlagt erindi frá þjónustuþegum íþróttamiðstöðvarinnar á Reyðarfirði varðandi breyttan opnunartíma þeirra. Bæjarráð þakkar fyrir erindið en um er að ræða ákvörðun sem tekin var við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Erindinu er vísað til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd sem skoða mun útfærslur þessara aðgerða.

Ragnar Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun þessa liðar.
2. 2205294 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - breytingar 2022 og 2023
Framlagðar breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar vegna 12. gr., sbr. 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, með síðari breytingum ásamt breyttu ferli við endurnýjun lóðaleigusamninga. Bæjarráð vísar breytingum á samþykktunum um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar til síðari umræðu í bæjarstjórn.
3. 2301116 - Erindisbréf ungmennaráðs
Vísað frá bæjarstjórn til síðari umræðu í bæjarráði erindisbréfi ungmennaráðs. Bæjarráð samþykkir að vísa erindisbréfi ungmennaráðs til síðari umræðu í bæjarstjórn.
4. 2301075 - Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2023
Vísað frá bæjarstjórn til bæjarráðs til síðari umræðum tillögu að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2023. Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
5. 2011203 - Stjórnkerfisnefnd 2020-2023
Bæjarráð sem stjórnkerfisnefnd tók til umfjöllunar tillögur bæjarstjóra að breytingum á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir tillögur bæjarstjóra og felur honum úrvinnslu breytinganna, kynningu hennar meðal starfsmanna og áframhaldandi vinnu.
6. 2301163 - Erindi frá Austurbrú og SSA um þátttöku í nýju verkefni
Framlagt erindi sem trúnaðarmál frá Austurbrú og SSA um þátttöku sveitarfélaganna á Austurlandi í nýju verkefni hjá Austurbrú í samstarfi við fleiri aðila. Unnið hefur verið að mótun verkefnisins í haust og liggja fyrir samningsdrög og upplýsingar um aðkomu sveitarfélagnna.

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir þátttöku í verkefninu og felur bæjarstjóra að vinna að frágangi samnings þess efnis.
7. 2301164 - Akstur á skíðasvæði
Framlagt minnisblað vegna aksturs á Skíðasvæðið í Oddsskarði. Forstöðumanni stjórnsýslu falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta