Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 7

Haldinn í Molanum fundarherbergi 1 og 2,
20.09.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður, Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Ingunn Eir Andrésdóttir varamaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Guðný Gunnur Eggertsdóttir embættismaður, Jón Björn Hákonarson embættismaður, Marinó Stefánsson embættismaður, Jörgen Sveinn Þorvarðarson embættismaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Aron Leví Beck, Skipulags- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208083 - Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2023
Lagður fram rammi bæjarráðs að fjárhagsáætlun ársins 2023 ásamt reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar 2023. Fjármálastjóri mun mæta á fundin og fara yfir áætlunargerðina. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur sviðstjóra, fjármálastjóra og starfsmönnum sviðsins að halda áfram vinnu við fjárhagsáætlun og leggja fyrir á nefndarfundi.
 
Gestir
Jón Björn Hákonarsson - 01:00
Snorri Styrkársson - 01:00
2. 2109139 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Björgunum í Reyðarfirði
Umhverfis- og skipulagsnefnd ítrekar fyrri afstöðu varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Björgum í Reyðarfirði. Landið er í eigu Fjarðabyggðar og hefur sveitarfélagið ekki hug á að láta af hendi nýtingu þess. Í ljósi breyttra aðstæðna í sveitarfélaginu varðandi uppbyggingu og fyrirhugaðar stórar framkvæmdir er nauðsynlegt fyrir Fjarðabyggð og Fjarðabyggðarhafnir að hafa greiðan aðgang að efni. Nefndin hvetur umsækjanda til að finna heppilegri staðsetningu fyrir starfsemina eða kaupa efni úr námum sem eru nú þegar til staðar. Nefndin felur byggingarfulltrúa að senda rökstuðning fyrir höfnun á umsókn um framkvæmdaleyfi.
3. 2209049 - Hafnarbraut 38 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Hrafnshóls ehf, dagsett 30.08.2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða fjölbýlishús á lóð við Hafnarbraut 40 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að fara með fyrirhugaða framkvæmd í grenndarkynningu.
Hafnarbraut_160922.pdf
4. 2209049 - Hafnarbraut 38 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Hrafnshóls ehf, dagsett 30.08.2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða fjölbýlishús á lóð við Hafnarbraut 38 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að fara með fyrirhugaða framkvæmd í grenndarkynningu.
5. 2209050 - Skólavegur 57 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Jónasar Benediktssonar, dagsett 06.09.2022, þar sem sótt er um breytta notkun á Skólavegi 57, breyta því úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhús. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
6. 2209103 - Strandgata 58 - 735 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn SM Fasteigna ehf um leyfi til að endurbyggja hús sem stendur við Strandgötu 58 á Eskifirði, heimild Minjastofnunar liggur fyrir.
Áður hefur verið lögð fram umsókn um rif á húsinu og var það tekið fyrir á 3. fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
Svanssjóhús Eskifirði ums 23. maí 2022.pdf
7. 2209132 - Umsókn um lóð Sæbakki 17
Sótt eru um lóðina Sæbakki 17, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
8. 2209144 - Umsókn um lóð Bakkabakki 2b
Sótt eru um lóðina Bakkabakki 2b, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
9. 2209107 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Holtagata 5
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi frá Agli Jónssyni varðandi Holtagötu 5, 730 Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
10. 2208016 - Umsókn um stöðuleyfi
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gáma á gámasvæði á Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gáma á gámasvæði á Reyðarfirði. Umsækjanda hefur verið tilkynnt að gámasvæði komi til með að flytjast á aðra lóð og hans gámar muni verða fluttir þegar sveitarfélagið fer í þá framkvæmd. Umsækjandi samþykkti það.
11. 2102084 - Svæðisskipulag Austurlands - fundargerðir ofl.
Framlögð fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 2. september 2022 til kynningar.
Fundur svæðisskipulagsnefndar 02092022.pdf
12. 2208175 - Fjallskilasamþykkt SSA
Framlagt bréf Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um endurskoðun fjallskilasamþykktar en hún hefur tekið breytingum frá því sem hún var upphaflega afgreidd í gegnum landbúnaðarnefnd og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Fjallskilasamþykkt hefur ekki fengið formlega afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarráð vísaði fjallskilasamþykktinni til umfjöllunar fjallskilanefndar og umhverfis- og skipulagsnefndar.
Fjallskilasamþykkt SSA_2022_með breytingum.pdf
Fjallskilasamþykkt_bréf_sveitarfélög.pdf
Varðandi fjallskilasamþykkt SSA.pdf
13. 2209064 - Tilnefning fulltrúa í stýrihóp sjálfbærniverkefnis
Tilnefning fulltrúa Fjarðabyggðar í stýrihóp sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar í stað umhverfisstjóra. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að Aron Leví Beck skipulags- og umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar taki sæti í stýrihóp sjálfbærniverkefnisins.
14. 2102084 - Svæðisskipulag Austurlands - fundargerðir ofl.
Vísað frá bæjarráði til kynningar í umhverfis- og skipulagsnefnd. Svæðisskipulagsnefnd hefur afgreitt tillögu að svæðisskipulag fyrir Austurland. Svæðisskipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórnir sveitarfélaganna fjögurra á Austurlandi, samþykki afgreiðslu nefndarinnar og samþykki svæðisskipulagið og umhverfismatsskýrsluna með þeim lagfæringum sem lýst er. Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar nýju svæðisskipulagi fyrir Austurland.
Fundur svæðisskipulagsnefndar 02092022.pdf
15. 2209155 - Fundaáætlun USK fyrir síðari hluta ársins 2022
Fundaáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar fyrir síðari hluta ársins 2022 lögð fram til samþykktar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögu að fundaáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar.
fundaáætlun.docx.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta