Til bakaPrenta
Bæjarráð - 801

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
30.05.2023 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir varamaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þórður Vilberg Guðmundsson, forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301116 - Erindisbréf ungmennaráðs
Framlögð tillaga að breytingu á 5. gr. erindisbréfs ungmennaráðs um skipan þess ásamt uppfærslu á 8. gr. sem er til samræmis því að fundargerð fái staðfestingu bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2. 2305140 - Fyrirspurn um húsnæðisuppbyggingu á Stöðvarfirði.
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um svar við erindi íbúasamtaka Stöðvarfjarðar og Sterks Stöðvarfjarðar. Bæjarráð samþykkir framlögð drög að svari.
3. 2305149 - Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli
Framlögð drög að umsögn vegna draga að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli. Bæjarritari falið að rita drög að umsögn í samráði við fulltrúa í bæjarráði og senda inn fyrir 31.5.23
4. 2305168 - Til umsagnar 497. frumvarp til laga um breytingu á kosningalögummál (kosningaaldur)
Fram lagt til kynningar 497. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis um breytingu á kosningalögum (kosningaaldur). Vísað til kynningar í ungmennaráði.
5. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
6. 2305266 - Slökkvilið Fjarðabyggðar - málefni
Stjórnendur Slökkviliðs Fjarðabyggðar mæta á fundinn kl. 09:00.
7. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Farið var yfir málefni Græns orkugarðs á Reyðarfirði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:10 

Til bakaPrenta