Til bakaPrenta
Bæjarráð - 787

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
06.03.2023 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þórður Vilberg Guðmundsson, forstöðurmaður stjórnsýslu- og upplýsingamála


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 2108027 - Þróun hafnarsvæða
Tekin umfjöllun um atvinnumál. Tekið fyrir sem trúnaðarmál. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
3. 2002096 - Sala á Búðarvegi 8 - Templarinn
Lögð fram samantekt fjármálastjóra á þremur tilboðum í Búðarveg 8 á Fáskrúðsfirði eða Templarann. Eignin var auglýst til sölu í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá 3. október 2022.
4. 2303014 - Tilboð í Búðarveg 8 Templarann - Tinna og Sindri
Lagt fram kauptilboð Tinnu Hrannar og Sindra Má Smárabörnum í Búðarveg 8 á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð hefur ákveðið að taka öðru tilboði.
5. 2303013 - Tilboð í Búðarveg 8 Templarann - Krzyszof Edmund ofl
Lagt fram kauptilboð Kryxysztof Edmund Madejski ofl. f.h. óstofnaðs félags í Búðarveg 8 á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur fjármálastjóra frágang málsins og bæjarstjóra undirritun skjala sem það varða.
6. 2303012 - Tilboð í Búðarveg 8 Templarann - Reisugil ehf.
Lagt fram kauptilboð Reisugils ehf. (Guðrúnar Æsu Ingólfsdóttur) í Búðarveg 8 á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð hefur ákveðið að taka öðru tilboði.
7. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Fundargerð 919. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.
8. 2302093 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 57. lögð fram til kynningar
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum sínum vegna ástands brúnna yfir Sléttuá í Reyðarfirði og Stöðvará í Stöðvarfirði. Báðar þessar brýr sem eru á þjóðvegi 1 eru í afar slæmu ásigkomulagi og eru háðar þungatakmörkunum sem háir og hefur um langan tíma háð öflugu atvinnulífi í Fjarðabyggð. Þá er brúin yfir Sléttuá umferðarþyngsta einbreiða brú á þjóðvegi 1 á Austurlandi.

Verði þessar brýr fyrir einhverju frekara tjóni þá mun það hafa gríðarmiklar afleiðingar fyrir flutninga, hvort sem er vöru- eða fólks, fyrir fjórðunginn allan. Við þetta ástand getur sveitarfélagið ekki unað og hvetur Innviðaráðherra og Vegagerðina til að farið verði í framkvæmdir við endurnýjun þeirra sem fyrst svo hættuástand skapist ekki vegna ástands þeirra. Þá er ekki síður mikilvægt að fara í framkvæmdir vegna einbreiðra brúa í botni Fáskrúðsfjarðar sem svipað er ástatt fyrir.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta