Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 122

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
08.03.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Birgir Jónsson formaður, Salóme Rut Harðardóttir varaformaður, Malgorzata Beata Libera varamaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Ingi Steinn Freysteinsson aðalmaður, Þóroddur Helgason embættismaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Anna Marín Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301073 - Skóladagatöl 2023-2024
Fyrir liggja skóladagatöl leik-, grunn- og tónlistarskóla í Fjarðabyggð fyrir skólaárið 2023 - 2024. Fræðslustjóri gerði grein fyrir vinnu við gerð skóladagatalanna. Farið er eftir verklagsreglum um staðfestingu skóladagatala en þar er kveðið á um sameiginlega skólabyrjun grunnskólanna, sumarlokun leikskólanna og einn sameiginlegan starfsdag skólanna. Þar fyrir utan stilla skólarnir sig saman um nokkra aðra daga, t.d. eru vetrarfrí grunnskólanna eins á vorönn 2024 og í sömu viku að hausti 2023.Þá eru flestir skipulagsdagar leikskóla settir á daga sem ekki eru nemendadagar í grunnskóla eða fjórir til fimm dagar af sex skipulagsdögum samtals. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl.
Verklagsreglur um staðfestingar skóladagatala.pdf
Skóladagatal_TónFSB_2023-2024.pdf
Tóner tónlistarskóladagatal-2023-2024.pdf
Kæribær leikskóladagatal-2023-2024.pdf
Lyngholt leikskóladagatal-2023-2024.pdf
Skóladagatal Nesskóla - 2023-2024.pdf
Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar skóladagatal-2023-2024.pdf
Grunnskóli Reyðarfjarðar Skóladagatal - 2023-2024.pdf
Eskifjarðarskoli_skoladagatal-2023-2024.pdf
Leikskóladagatal-2023-2024 Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður.pdf
Skóladagatal-2023-2024 BSSKÓLI.pdf
Tónnes - Tónlistarkóladagatal-2023-2024.pdf
Dalborg leikskóladagatal-2023-2024.pdf
Skóladagatal Eyrarvellir 2023-2024.pdf
2. 2302067 - Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð
Til umræðu var bréf frá Mennta og barnamálaráðuneytinu um ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla ásamt kynningarbréfi á fundarröð ráðuneytisins. Fundir á Austurlandi verða haldnir 29. mars og 24. maí. Áframhaldandi umræður um reglur um úthlutun kennslustundafjölda til grunnskóla í Fjarðabyggð. Fulltrúum fræðslunefndar ásamt skólastjórum grunnskóla, fræðslustjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að vinna málið áfram og skila hugmyndum fyrir næsta fund nefndarinnar.
Reglur um úthlutun kennslustundafjölda til grunnskóla í Fjarðabyggð.pdf
Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla. Bréf 28. febr. 2023.pdf
Kynningarbréf á fundaröð Mennta- og barnamálaráðuneytis vorið 2023.pdf
3. 2109174 - Barnvænt sveitarfélag 2021-2022
Ungmennaráð Fjarðabyggðar gerði grein fyrir helstu niðurstöðum Ungmennaþings sem haldið var í Fjarðabyggð 1. mars 2023. Ungmennaþingið tókst vel og margar góðar hugmyndir komu frá ungmennunum um það hvernig við getum gert gott samfélag ennþá betra. Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir góða kynningu og óskar því velfarnaðar í þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur.
Ungmennaþing 1. mars 2023.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til bakaPrenta