Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 284

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
19.09.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir varamaður, Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Ingi Steinn Freysteinsson varamaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Marinó Stefánsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208077 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2023
Farið yfir forsendur að fjárhagsáætlun ársins 2023. Fjármálastjóri mætti á fundinn. Hafnarstjórn samþykkir forsendur og vísar til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.
 
Gestir
Snorri Styrkársson - 16:30
2. 2208102 - Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði
Málið lagt fyrir að nýju eftir fund hafnarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs með Loðnuvinnslunni. Hafnarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að stækkun Strandarbryggju og vísar málinu til fjárhagsáætlunarvinnu 2023. Framkvæmdasviði er falið umhald málsins.
3. 2209127 - Sjávarútvegsráðstefnan 2022
Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin í Hörpu 10.-11.nóvember næstkomandi. Skráning er hafin á ráðstefnuna. Hafnarstjórn samþykkir að ráðstefnan verði sótt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta