Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 111

Haldinn í Fræðslumolanum Austurbrú,
11.01.2023 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Arndís Bára Pétursdóttir formaður, Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður, Sigurjón Rúnarsson aðalmaður, Kristinn Magnússon aðalmaður, Eygerður Ósk Tómasdóttir varamaður, Ingunn Eir Andrésdóttir varamaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Magnús Árni Gunnarsson embættismaður, Eyrún Inga Gunnarsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Eyrún Inga Gunnarsdóttir, Deildarstjóri tómstunda og forvarnarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð Haustið 2022 var skipaður sex manna starfshópur, þrír fulltrúar úr fræðslunefnd og þrír fulltrúar úr íþrótta- og tómstundanefnd til þess að vinna að áherslum í fræðslu- og frístundamálum Fjarðabyggðar fyrir árin 2023-2025. Starfshópurinn leitaði eftir hugmyndum hjá starfsfólki fræðslu- og frístundastofnana, 120. fundur fræðslunefndar 10.01.2023 241 Fjarðaforeldrum, íþróttafélögum, ungmennaráði, öldungaráði og fleirum. Fjölmörgum hugmyndum var skilað til starfshópsins sem mótaði í framhaldi drög að áherslum til þriggja ára. Drög að áherslum voru kynnt á opnum kynningarfundi í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar mánudaginn 9. janúar þar sem þátttakendur sögðu sitt álit og komu með ábendingar um breytingar. Fundurinn var í streymi þannig að þeir sem ekki gátu mætt til fundarins gátu tekið þátt í gegnum netið. Fyrir fundi íþrótta- og tómstundanefndar liggja áherslur í fræðslu- og frístundamálum 2023-2025 með áorðnum breytingum eftir kynningarfundinn.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti áherslur í fræðslu og frístundamálum.
2. 2301074 - Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu - rannsókn
Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu - rannsókn Fræðslunefnd, félagsmálanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd Fjarðabyggðar ákváðu að funda sameiginlega um tvo fyrstu dagskrárliði fundarins, Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu - rannsókn og Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð. Davíð Samúelsson, frá samtökunum Hinsegin lífsgæði, mætti til sameiginlegs fundar nefndanna og kynnti rannsókn sem samtökin óska eftir að framkvæma með þátttöku starfsfólks grunnskóla í Fjarðabyggð. Félagið Hinsegin lífsgæði var stofnað í tengslum við verkefnið Hinseginn stuðningur í skólaumhverfinu. Verkefnið er styrkt af mennta- og barnamálaráðuneytinu og jafnréttisnefnd forsætisráðuneytisins og er ætlað að kanna hvað gert er til að stuðla að öryggi og góðri líðan hinsegin nemenda í skólaumhverfinu. Sérstaklega verður horft til þess hvort þörf sé á sérstökum stuðningsaðila fyrir hinsegin nemendur með sérþekkingu á málefnum hinsegin fólks. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við lektor í kennslu- og kynjafræðum við Háskólann á Akureyri og ráðgjöfum sem starfa að jafnréttis- og menntunarmálum í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Fræðsluyfirvöld Fjarðabyggðar heimila fulltrúum verkefnisins að leita eftir samstarfi við skólastjórnendur um þátttöku í verkefninu með það fyrir augum að þeir tilnefni fulltrúa í hverjum skóla fyrir sig til að taka þátt í því. Samkvæmt samstarfssamningi Hinsegin lífsgæða við mennta- og barnamálaráðuneytið eru verklok áætluð í apríl 2024.
3. 2301084 - Fundaáætlun íþrótta- og tómstundanefndar vor 2023
Frestað til 23. janúar
4. 2211140 - Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2022
Íþrótta- og tómstundanefnd vill breyta nafni "íþróttamaður Fjarðabyggðar" yfir í "íþróttamanneskja Fjarðabyggðar" og frestar kosningu til 23. janúar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta