Til bakaPrenta
Bæjarráð - 850

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
27.05.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varamaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404224 - Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2025
Farið yfir minnisblað vegna nýrrar heimasíðu sem áformað er að opni á árinu 2025.
2. 2301057 - Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði
Tekin um fjöllun um framkvæmdir við Grunnskólann á Eskifirði.
Minnisblað um framkvæmdina verður lagt fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
 
Gestir
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00
3. 2404177 - Skipulag úrgangsmála 2024 í Fjarðabyggð
Lagðar fram tillögur og minnisblað frá sprettfundi um úrgangsmál 24.apríl auk minnisblaðs um viðræður við forsvarsmenn Kubbs.
Bæjarráð samþykkir að taka málið fyrir að nýju í bæjarráði þar sem farið verði yfir útfærslur á umhaldi og fyrirkomulagi sorpmótttöku.
 
Gestir
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00
4. 2402161 - Æðavarp í landi Fjarðabyggðar
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um útboð til tveggja ára á æðavarp í landi Kollaleiru, leirur.
Bæjarráð samþykkir að æðarvarp á leirum í landi Kollaleiru verði boðið út til tveggja ára.
5. 2404096 - Breyting á samþykkt um fiðurfé
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd endurskoðun á samþykkt um fiðurfé.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að samþykkt um fiðurfé og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Minnisblað vena breytinga á samþykkt um fiðurfé.pdf
Drög að samþykkt um fiðurfé uppfærð 17.5.24.pdf
6. 2211055 - Samstarfssamningur Fjarðabyggðar og Samtakanna 78
Umfjöllun um samning Samtakanna 78 og Fjarðabyggðar.
Bæjarráð vísar til fjármálastjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að yfirfara samninginn og skila bæjarráði greinargerð um framkvæmd hans.
7. 2308105 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2024
Framlögð drög að samningi um styrk til uppbyggingar ferðamannastaða, Bleiksárfoss Eskifirði hönnun.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
8. 2405146 - Til umsagnar 1036. mál
Framlög til kynningar tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030.
Til umsagnar 1036. mál.pdf
9. 2309181 - Starfs - og rýnihópar í fræðslumálum
Framhald umræðu um fræðslumál í Fjarðabyggð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir tilnefningum kjörinna fulltrúa og starfsmanna fjölskyldusviðs í starfs- og rýnihópa sem munu sitja í þeim ásamt leik- og grunnskólastjórum. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að gera drög að erindisbréfum fyrir starfs- og rýnihópa sem tryggi samráð og leggja til tímasetningu fyrstu funda hópanna. Tekið fyrir að því loknu í bæjarráði.
10. 2405056 - Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2023
Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands lögð fram til kynningar.
Arsskýrsla_NA_2023_vefutgafa.pdf
11. 2211108 - Verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður
Farið yfir verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður með verkefnastjóra þess.
 
Gestir
Valborg Ösp Árnadóttir Warén verkefnastjóri - 00:00
Fundargerðir til staðfestingar
12. 2405012F - Fjölskyldunefnd - 7.
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 21. maí.
12.1. 2405073 - Til umsagnar 925.mál: Frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum, nr. 711997 (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.).
12.3. 2405085 - ársfjórðungsuppgjör félagsþjónustu og barnaverndar
12.4. 2404222 - Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
13. 2405002F - Hafnarstjórn - 312
Fundargerð hafnarstjórnar frá 6. maí tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
13.1. 2404220 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2025
13.2. 2308085 - Fiskeldissjóður - umsóknir 2024
14. 2405016F - Skipulags- og framkvæmdanefnd - 10
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulgs- og framkvæmdanefndar frá 17. maí.
14.1. 2402161 - Æðavarp í landi Fjarðabyggðar
14.2. 2405028 - Samantekt um íbúðaruppbyggingu í Fjarðabyggð síðan 2021
14.3. 2405120 - Búðareyri 10 - 730 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
14.4. 2405051 - Byggingarleyfi Blómsturvellir 25 breytingar á þaki
14.5. 2006138 - 735 Eskifjarðarhöfn - Framkvæmdaleyfi, stækkun
14.6. 2405046 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Strandgata 64
14.7. 2308105 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2024
14.8. 2405102 - Umsókn um leyfi til að halda fiðurfé
14.9. 2405059 - Styrkir til fráveituframkvæmda 2024
14.10. 2404096 - Breyting á samþykkt um fiðurfé
14.11. 2405125 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir kofa
14.12. 2404221 - Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags - og framkvæmdanefndar 2025
14.13. 2209189 - Ný staðsetning gámasvæða
15. 2405013F - Stjórn menningarstofu - 5
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar menningarstofu frá 24. maí.
15.1. 2402237 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2024
15.2. 2404223 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025
Bókun bæjarráðs vegna gjaldtöku á bílastæðum Isavia. Fjarðabyggð mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum Egilsstaðaflugvallar. Með fyrirhugaðri gjaldtöku er verið að setja á fót landsbyggðarskatt sem veldur óhóflegri hækkun á flugi fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Innanlandsflug frá Austurlandi er mikilvægur hlekkur í almenningssamgöngum til og frá Austurlandi þar sem landleiðin er tímafrek og oft á tíðum ekki valkostur.
Aðgengi að mikilvægri þjónustu og stjórnsýslu á höfuðborgarsvæðinu þarf að vera greið. Þessi hækkun kemur verst niður á viðkvæmum hópum sem þurfa aðstæðna vegna að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið t.a.m. heilbrigðisþjónustu.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:40 

Til bakaPrenta