Til bakaPrenta
Stjórn menningarstofu - 12

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
09.12.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður, Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórhildur Tinna Sigurðardóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2401039 - Verkefni menningarstofu 2024
Forstöðumaður fór yfir verkefni liðinna mánaða og það sem helst er á döfinni framundan.
Stjórn þakkar samantektina og hvetur til þess að fjallað sé um viðburðina enn frekar á vettvangi sveitarfélagsins þar sem mikill fjöldi viðburða er í mánuði hverjum á vegum menningarstofu.
Áfangaskýrsla- Mf haust og vetur 2024.pdf
2. 2211009 - Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Farið yfir stefnur í menningar- og listalífi. Menningarstefnan bíður endurskoðunar. Tekin umræða um áherslur og strauma á næsta ári og gerð nýrrar stefnu.
Forstöðumanni falið að útfæra vinnu við endurskoðun stefnunnar í upphafi nýs árs og leggja fyrir stjórnina.
3. 2402237 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2024
Árni Pétur Árnason hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri safna hjá Menningarstofu. Áhersluverkefni næsta árs í söfnum ásamt hugmyndum um umbætur í þjónustu og nýsköpun í rekstri þeirra rædd.
ÞTS-Erindi 28.11.24 söfn í FB.pdf
4. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Farið yfir rekstur ársins 2024 og stöðu málaflokksins.
5. 2404223 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025
Farið yfir áherslur í starfsemi málaflokksins á komandi ári og fjármögnun verkefna.
6. 2412033 - Sóknaráætlun Austurlands 2025-2029
Framlögð til kynningar drög að sóknaráætlun Austurlands en hún er til kynningar og umsagnar í samráðsgátt og verður til 12. desember nk.
Drög að sóknaráætlun Austurlands.pdf
Sóknaráætlun Austurlands 2025 - 2029.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta