| |
1. 2305061 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024 | Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árin 2024 - 2027 til síðari umræðu í bæjarstjórn. Gerðar hafa verið leiðréttingar á texta og upphæðum í samræmi við umfjöllun á bæjarráðsfundi 20. nóvember. Gerðar verða breytingar á kaflanum um íþrótta- og æskulýðsmál.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu. | | |
|
2. 2208146 - Rekstrarform Hitaveitu Fjarðabyggðar | Lögð fram tölvupóstsamskipti við Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið og fjármála- og efnahgasráðuneytis um þá óska að breyta rekstrarformi Hitaveitu Fjarðabyggðar. Að svo stöddu ganga þær hugmyndir ekki eftir vegna afstöðu fjármálaráðuneytisins.
Sviðsstjóra framkvæmdasviðs og bæjarritara falið að hefja vinnu við að endurnýja samþykkt og reglugerð um núverandi hitaveiturekstur óháð rekstrarforminu. | | |
|
3. 2311139 - Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2023 | Lögð fram drög að umsókn um lán til Ofanflóðasjóðs vegna áfallins kostnaðar við ofanflóðaframkvæmdir á tímabilinu nóvember - desember 2022 og janúar - september árið 2023.
Bæjarráð samþykkir umsóknina og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar. | | |
|
4. 2311165 - Kostnaður og tekjur sveitarfélaga af úrgangsmálum | Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Verkefnið hefst í desember 2023 og lýkur í júní 2024.
Bæjarráð samþykkir að sækja um þátttöku í verkefninu og vísar málinu til kynningar í umhverfis- og skipulagsnefnd. | | |
|
5. 2309191 - Vinnustaðagreining 2023 | Framlögð sem trúnaðarmál nánari greining á niðurstöðum vinnustaðagreiningar Fjarðabyggðar 2023, ásamt minnisblaði forstöðumanns stjórnsýslu og upplýsingamála. Framlagt og kynnt. | | |
|
6. 2311025 - Ósk um kaup eða leigu á húsnæði Fjarðabyggðar á Kollaleiru | Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd erindi um kaup eða leigu á húsnæði í eigu Fjarðabyggðar í landi Kollaleiru. Bæjarráð þakkar fyrir erindið, en húsnæðið sem um ræðir er ekki til sölu eða leigu. | | |
|
7. 2311136 - Skipan ungmennaráðs 2023-2024 | Framlögð skipun í ungmennaráð Fjarðabyggðar. Bæjarráð samþykkir skipunina og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn. | Fulltrúar ungmennaráðs 2023-2024.pdf | | |
|
8. 2311166 - Strandgata 39 - TRÚNAÐARMÁL | Lagt fram erindi frá frá AMC Hafborg um mögulega nýtingu eða umbreytingu á Strandgötu 39 á Eskifirði.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við AMC Hafborg varðandi nánari útfærslu á verkefninu. | | |
|
9. 2305153 - Sameining ferðavefa undir visitausturland.is | Framlagt minnisblað og samningur við Austurbrú um rekstur á ferðamannavef fyrir Fjarðabyggð en vefurinn visitfjardabyggd.is verður lagt niður í þeirri mynd sem hann hefur verði og upplýsingum um ferðaþjónustu komið fyrir á visiteast.is vef Austurbrúar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. | | |
|
10. 2303238 - Stöðuúttekt stjórnsýslunnar 2023 | Umræða um stöðuúttekt stjórnsýslu Fjarðabyggðar sem unnin var af Deloitte, og þá vinnu sem framundan er vegna hennar. | | |
|
11. 2311058 - Miðlægir upplýsingaskjáir | Framlagt minnisblað um innleiðingu á upplýsingaskjáum í stofnunum Fjarðabyggðar til að auka miðlun upplýsinga til starfsmanna.
Bæjarráð lýst vel á verkefnið og felur upplýsingafulltrúa að vinna áfram að útfærslu á því. | | |
|
12. 1312074 - Ofanflóðavarnir í Neskaupstað - Urðarteigur 37 | Fjarðabyggð keypti Urðarteig 37 í Neskaupstað árið 2016 þar sem húsið þurfti að víkja í samræmi við lög nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum. Fyrri eignandi leigði síðan húsið fram til 2023. Sá leigusamningur er nú útruninn og húsinu hefur verið skilað.
Bæjarráð samþykkir að húseignin að Urðarteig 37 verði sett á sölu með kvöð um brottfluttning hennar. | | |
|
13. 2310038 - Egilsbraut 4 - Nytjamarkaður ósk um aukið rými | Umræða um ósk forsvarsmanna nytjamarkarkaðarins Steinsins í Neskaupstað um aukið rými. Bæjarstjóri kynnti viðræður sem átt hafa sér stað við forsvarmenn Steinsins, og þær hugmyndir sem uppi eru þar. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram. | | |
|
14. 2311067 - Umsókn um lóð Vallargerði 11-13 | Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til staðfestingar í bæjarráði lóðaumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar um lóðina að Vallgerði 11 - 13 á Reyðarfirði. Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutunina. | | |
|
15. 2311066 - Umsókn um lóð Nesgata 34 | Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til staðfestingar bæjarráðs lóðaumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar um lóðina að Nesgötu 34 í Neskaupstað. Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutunina. | | |
|
16. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023 | Fundargerð 937. fundar sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar | | |
|
18. 2011203 - Stjórnkerfisnefnd 2020-2023 | Bæjarráð sem stjórnkerfisnefnd tók til umfjöllunar tillögu að breytingum á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillöguna, felur bæjarstjóra úrvinnslu breytinganna, og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Sigurðsson, greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Ragnar Sigurðsson lagði fram bókun Sjálfstæðisflokksins varðandi þennan lið:
"Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að safnastofnun Fjarðabyggðar verði sameinuð menningarstofu Fjarðabyggðar og verkefni minja- og skjalasafna. Verkefni bókasafna færist til grunnskóla sveitarfélagsins. Auglýst verði nýtt starf forstöðumanns minja- og safnastofnunnar og báðum hlutaðeigandi stjórnendum gefin kostur á að sækja um nýja stöðu. Þannig sé jafnræðis gætt á milli hlutaeigandi starfsmanna auk þess sem tækifæri gefst til hagræðingar með fækkun á stöðugildi innan málaflokksins samhliða breyttu hlutverki með tilfærslu bókasafna til grunnskólanna."
Bókun Fjarðalista og Framsóknarflokks:
"Meirihluti Fjarðalista og Framsóknar telur að tillagan muni ná samlegð í starfi menningarmála með því að einn stjórnandi sé yfir menningarmálum og skipuleggi starfsemina með það að leiðarljósi að nýta starfskraft málaflokksins þvert á verkefni sem geta verið misjöfn eftir tímabilum. Stefna í menningarmálum miði að því að fella störf safna að heildarmarkmiðum og nýta söfnin með ríkum hætti í lifandi starfsemi menningar- og listalífs. Meirihluti telur einnig að breytingar á skipulagi menningarmála leiði af sér meiri samhæfni og eflda starfsemi. Mikið og gott starf hefur verið unnið undanfarin ár en kraftmikil og blómstrandi menning er einn af hornsteinum öflugra samfélaga og þar þarf bæði að koma inn kraftur sveitarfélagsins auk öflugra heimamanna í broddi fylkingar. Þá hafi flutningur bókasafna til grunnskóla í för með sér betri nýtingu á safnakosti og skipulagi starfsemi sem heyri undir stjórn hverrar skólastofnunar."
| | |
|
| |
17. 2311016F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 39 | Fundargerð 39. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 21. nóvember lögð fram til staðfestingar | 17.1. 2311135 - Opnunartími Móttökustöðva | 17.2. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira | 17.3. 2311068 - Umsókn um lóð Blómsturvellir 31 (29) | 17.4. 2311067 - Umsókn um lóð Vallargerði 11-13 | 17.5. 2311066 - Umsókn um lóð Nesgata 34 | 17.6. 2310191 - Athugasemd v. gangbrautar í Neskaupstað | 17.7. 2311025 - Ósk um kaup á hundahóteli Kollaleiru | 17.8. 2302173 - Hafnargata 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | 17.9. 2310174 - Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafstrengs í jörð | | |
|
18. 2311017F - Hafnarstjórn - 304 | Fundargerð 304. fundar hafnarstjórnar frá 21. nóvember lögð fram til staðfestingar | 18.1. 2307125 - Leyfi fyrir viðbótar hafnarkrana við Mjóeyrarhöfn - Eimskip | 18.2. 2206100 - Öryggismál hafna | 18.3. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði | 18.4. 2310027 - Umsögn vegna uppbyggingar og umgjörð lagareldis stefna til ársins 2040 | 18.5. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023 | | |
|