Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 324

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
24.03.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Heimir Snær Gylfason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður, Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Svanur Freyr Árnason embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson .
Fundargerð ritaði: Þórður Vilberg Guðmundsson, sviðsstjóri mannauðs- og úrbótamála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lögð fram kostnaðaráætlun EFLU fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir á hafnarsvæðinu við Frystihússbryggjuna á Eskifirði.

Hafnarstjórn samþykkir að hefja undirbúning útboðs á verkinu á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
2. 2503064 - Smábátahafnir Fjarðabyggðarhafna
Lagt fram erindi frá Dal-Björgu þar sem lýst er yfir áhuga á samstarfi um dýpkun hafna fyrir Fjarðabyggð.

Hafnarstjórn þakkar erindið og felur verkefnastjóra hafna að ræða við forráðamenn Dal-Bjargar. Þá er verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að hefja vinnu við verðkönnun á dýpkun með langarmagröfum og flutningi á efnis upp á land.
3. 2502033 - Fyrirhugaðar framkvæmdir Loðnuvinnslunnar
Lögð fram gögn um þær endurbætur sem nauðsynlegar eru á Innri og ytri löndunarbryggjum á Fáskrúðsfirði með tilliti til fyrirhugaðra framkvæmda Loðnuvinnslunnar ásamt tillögu Loðnuvinnslunnar að breytingu deiliskipulags á athafnasvæði fyrirtækisins.

Hafnarstjórn fór yfir gögnin en vísar breytingu á deiliskipulagi til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdanefnd.
4. 2501026 - Viðgerð stálþils Bræðslubryggju Eskifirði (norðurkantur)
Framlagt minnisblað verkefnastjóra hafna varðandi viðgerð á stálþili norðurkants Bræðslubryggjunnar á Eskifirði. Framkvæmdum við viðgerðina er lokið.
5. 2501155 - Landmótun og landfylling á Mjóeyrarhöfn
Framlögð framvinduskýrsla vegna framkvæmda við landmótun og landfyllingu á Mjóeyrarhöfn en verkið hefur gengið vel að undanförnu og þessi þáttur verksins er langt á veg komin.

Hafnarstjórn þakkar fyrir kynninguna.
6. 2206100 - Öryggismál hafna
Yfirferð og umræða um stöðu mála á úrbótum í öryggismálum Fjarðabyggðarhafna. Framlagt minnisblað verkefnastjóra hafna varðandi málið, en að undanförnu hefur verið fundað með hagsmunaðaðilum.

Hafnarstjórn þakkar fyrir kynninguna og fagnar jákvæðri umræðu hagsmunaaðila varðandi aukna öryggisvitund á höfnum Fjarðabyggðar.

Verkefnastjóra hafna falið að vinna málið áfram og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
7. 2503120 - Naustahvammur vinnusvæði
Lögð fram tillaga verkefnastjóra hafna og stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar um aukið öryggi á hafnarsvæði Norðfjarðarhafnar. Skipulags- og framkvæmdanefnd hefur samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti vísaði erindinu til hafnarstjórnar.

Verkefnastjóra hafna er falið að fá verð í aðgangsstýringar í samræmi við minnisblað og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
8. 2503123 - Olíuleit á Drekasvæðinu
Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs frá 17. mars sl.

Hafnarstjórn þakkar fyrir kynninguna.
9. 2503068 - Beiðni um styrk - Ný Hafbjörg 2027
Lagt fram erindi frá Björgunarbátasjóð SVFÍ Neskaupstað vegna endurnýjunar björgunarskipsins Hafbjargar. Í erindinu er þess farið á leit að hafnarsjóður styrki endurnýjunina.

Hafnarstjórn þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Hafnarstjóra falið að ræða við hagsmunaaðila og leggja erindið fyrir að nýju.
10. 2503093 - Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2025
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands var haldinn mánudaginn 24. mars. Hafnarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og greiningarsviðs voru fulltrúar Fjarðabyggðar á fundinum.

Hafnarstjórn þakkar kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:41 

Til bakaPrenta