| |
1. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun | Lögð fram kostnaðaráætlun EFLU fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir á hafnarsvæðinu við Frystihússbryggjuna á Eskifirði.
Hafnarstjórn samþykkir að hefja undirbúning útboðs á verkinu á grundvelli fyrirliggjandi gagna. | | |
|
2. 2503064 - Smábátahafnir Fjarðabyggðarhafna | Lagt fram erindi frá Dal-Björgu þar sem lýst er yfir áhuga á samstarfi um dýpkun hafna fyrir Fjarðabyggð.
Hafnarstjórn þakkar erindið og felur verkefnastjóra hafna að ræða við forráðamenn Dal-Bjargar. Þá er verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að hefja vinnu við verðkönnun á dýpkun með langarmagröfum og flutningi á efnis upp á land. | | |
|
3. 2502033 - Fyrirhugaðar framkvæmdir Loðnuvinnslunnar | Lögð fram gögn um þær endurbætur sem nauðsynlegar eru á Innri og ytri löndunarbryggjum á Fáskrúðsfirði með tilliti til fyrirhugaðra framkvæmda Loðnuvinnslunnar ásamt tillögu Loðnuvinnslunnar að breytingu deiliskipulags á athafnasvæði fyrirtækisins.
Hafnarstjórn fór yfir gögnin en vísar breytingu á deiliskipulagi til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdanefnd. | | |
|
4. 2501026 - Viðgerð stálþils Bræðslubryggju Eskifirði (norðurkantur) | Framlagt minnisblað verkefnastjóra hafna varðandi viðgerð á stálþili norðurkants Bræðslubryggjunnar á Eskifirði. Framkvæmdum við viðgerðina er lokið. | | |
|
5. 2501155 - Landmótun og landfylling á Mjóeyrarhöfn | Framlögð framvinduskýrsla vegna framkvæmda við landmótun og landfyllingu á Mjóeyrarhöfn en verkið hefur gengið vel að undanförnu og þessi þáttur verksins er langt á veg komin.
Hafnarstjórn þakkar fyrir kynninguna. | | |
|
6. 2206100 - Öryggismál hafna | Yfirferð og umræða um stöðu mála á úrbótum í öryggismálum Fjarðabyggðarhafna. Framlagt minnisblað verkefnastjóra hafna varðandi málið, en að undanförnu hefur verið fundað með hagsmunaðaðilum.
Hafnarstjórn þakkar fyrir kynninguna og fagnar jákvæðri umræðu hagsmunaaðila varðandi aukna öryggisvitund á höfnum Fjarðabyggðar.
Verkefnastjóra hafna falið að vinna málið áfram og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju. | | |
|
7. 2503120 - Naustahvammur vinnusvæði | Lögð fram tillaga verkefnastjóra hafna og stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar um aukið öryggi á hafnarsvæði Norðfjarðarhafnar. Skipulags- og framkvæmdanefnd hefur samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti vísaði erindinu til hafnarstjórnar.
Verkefnastjóra hafna er falið að fá verð í aðgangsstýringar í samræmi við minnisblað og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju. | | |
|
8. 2503123 - Olíuleit á Drekasvæðinu | Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs frá 17. mars sl.
Hafnarstjórn þakkar fyrir kynninguna. | | |
|
9. 2503068 - Beiðni um styrk - Ný Hafbjörg 2027 | Lagt fram erindi frá Björgunarbátasjóð SVFÍ Neskaupstað vegna endurnýjunar björgunarskipsins Hafbjargar. Í erindinu er þess farið á leit að hafnarsjóður styrki endurnýjunina.
Hafnarstjórn þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Hafnarstjóra falið að ræða við hagsmunaaðila og leggja erindið fyrir að nýju. | | |
|
10. 2503093 - Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2025 | Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands var haldinn mánudaginn 24. mars. Hafnarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og greiningarsviðs voru fulltrúar Fjarðabyggðar á fundinum.
Hafnarstjórn þakkar kynninguna. | | |
|