| |
1. 2309162 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs | Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar að nýju frá bæjarráði gjaldskrá fyrir úrgangsmál. Bæjarráð mun við framlagningu fjárhagsáætlunar 2024 til fyrri umræðu styðjast við fyrri samþykkt bæjarráðs um breytingu gjaldskrár og vísar gjaldskránni til frekari úrvinnslu í umhverfis- og skipulagsnefnd. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir gjaldskrá 2024 með breytingu á fjölda klippa á klippikorti, bætt við flokki fyrir fyrirtæki á úrvinnsluefni og vísar gjaldskrá í bæjarráð. | Minniblað - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð 2024.pdf | | | Gestir | Snorri Styrkársson - 14:30 | Rúnar Ingi Hjartarson - 14:30 | |
|
2. 2305072 - Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2024 | Framhaldsumræða um fjárhagsáætlun ársins 2024 frá síðasta fundi. Lagt fram yfirlit yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2024 sem þegar hefur verið lögð fram í bæjarstjórn til fyrri umræðua í þeim málaflokkum sem nefndin fer með umsjón á, þ.e. málaflokkum 08 Heilbrigðismál og 09 Skipulagsmál, deildirnar 11310 Fólkvangar og 13210 Landbúnaður auk málaflokks 63 Sorpmiðstöð. Jafnframt er lögð fram tillagan að breytingum á fjárhagsáætlun málaflokks 63 Soprmiðstöðvar sem taka miða af tillögu að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs á árinu 2024 auk tillögu að breytingu á fjárhaghagsáætlun um málaflokk 08 Hreinslætismál sem tekur mið af óbreyttri gjaldskrá milli ára. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun nefndarinnar 08, 09, 89, 11-310, 13-210 og í málaflokki 63 sorpmiðstöð fyrir árið 2024. Umhverfis- og skipulagsnefnd vísar starfs- og fjárhagsáætlun 2024 í bæjarráð. | Tillaga að fjárhagsáætlun 2024 í málaflokkum UogS nefndar í A hluta.pdf | Texti fyrir Fjarhagsáætlun 2024.pdf | | |
|
3. 2310115 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð 2024 | Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð 2024 til samþykktar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð 2024 og vísar erindinu í bæjarráð. | Gjaldskrá - Gatnagerðargjöld 2024.pdf | Minnisblað v. breytingar á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld Fjarðabyggðar 2024.pdf | | |
|
4. 2310164 - Umsókn um lóð Gilsholt 6, Fáskrúðsfirði | Umsókn um lóð Gilsholt 6, Fáskrúðsfirði fyrir 5 íbúða raðhús. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutun og vísar erindinu í bæjarráð. | 750 Gilsholt 6-16 LB.pdf | | |
|
5. 2310156 - Gilsholt 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | Gilsholt 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir 5 íbúða raðhús. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. | | |
|
6. 2302173 - Hafnargata 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | Hljóðmön við Hafnargötu 36, krafa nágranna um afturköllun byggingarheimildar og svar byggingarfulltrúa. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu. | | |
|
7. 2309240 - Umsókn um lóð Hafnargata 27 Fásk | Umsókn um lóð Hafnargata 27, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun á lóðinni og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
| 750 Hafnargata 27 LB.pdf | | |
|
8. 2310034 - Beiðni um uppsetningu hraðhleðslustöðva | Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar umhverfis- og skiðualgsnefndar erindi Instavolt um uppsetningu Hraðhlesðlustöðva í Fjarðabyggð. Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar erindi Instavolt um uppsetningu hraðhleðslustöðva í Fjarðabyggð. Nefndin gerir athugasemd við staðsetningu á Breiðdalsvík þar sem um er að ræða lausa byggingarlóð. Einnig telur nefndin að hægt sé að finna heppilegri staðsetningu á Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar íbúasamtaka sveitarfélagssins. | Fjarðabyggð beiðni um uppsetningu hraðhleðslustöðva.pdf | | |
|
9. 2310174 - Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafstrengs í jörð | Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafstrengs í jörð. Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar umsókn um framkvæmdaleyfi út frá staðsetningu strengs í gegn um fyrirhugað íbúðarsvæði á Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vera í sambandi við Rarik og óska eftir heppilegri staðsetningu í samræmi við umræður á fundinum. Málið verður lagt fyrir að nýju. | | |
|
10. 2310097 - Framkvæmdaleyfi áfangastaðurinn Búðarárfoss | Umsókn Fjarðabyggðar um framkvæmdaleyfi fyrir áfangastaðinn Búðarárfoss. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. | Budfoss yfirlit.pdf | Áfangastaðurinn Búðarárfoss - Hugmyndir - Drög.pdf | | |
|
11. 2310113 - Framkvæmdaleyfi áfangastaðurinn Streitishvarf | Umsókn Fjarðabyggðar um framkvæmdaleyfi fyrir áfangastaðinn Streitishvarf. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. | Streitishvarf yfirlit.pdf | | |
|
12. 2310186 - Framkvæmdaleyfi til að breyta vatnsrás vegna ofanflóðavarna Nes- og Bakkagil | Umsókn Fjarðabyggðar um framkvæmdaleyfi til að breyta vatnsrás vegna ofanflóðavarna Nes- og Bakkagil. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. | Ofanflóðavarnir á Norðfirði Nesgil og Bakkagil - Álit um mat á umhverfisáhrifum.pdf | Mat á umhverfisáhrifum - Ofanflóðavarnir á Norðfirði- Nes- og Bakkagil Umsögn.pdf | HV2002_G06_Grunnmynd 6 - Fólkvangur_A2-500.pdf | Fólkvangur yfirlitsmynd.pdf | | |
|
13. 2311028 - Framkvæmdaleyfi fyrir stækkun á gerfigrasvelli í Neskaupstað | Framkvæmdaleyfi fyrir stækkun á gerfigrasvelli í Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Nefndin áréttar að enginn kostnaður við framkvæmdina né viðhald hennar verði kostað af sveitarfélaginu.
| A1656-001-U03 Miðbær Neskaupstaðar, deiliskipulagsbreyting.pdf | 231101 Leyfi til framkvæmda við gerfigrasvöll.pdf | | |
|
14. 2311012 - Framkvæmdaleyfi stækkun á bílastæði við franska grafreitinn í Fáskrúðsfirði | Framkvæmdaleyfi stækkun á bílastæði við franska grafreitinn í Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. | Scan_svanur_arnason_202308242504_001.pdf | | |
|
15. 2311049 - Framkvæmdaleyfi endurnýjun á fráveitulögnum | Umsókn Fjarðabyggðar um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á fráveitulögnum Tröllaveg, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hafa verið skilað. | Tröllavegur yfirlitsmynd.pdf | 1761249-000-SDR-0001.pdf | 1761249-000-SDR-0004.pdf | 1761249-000-SDR-0005.pdf | | |
|
16. 1908047 - 740 Svarthamrar - Óleyfisbyggingar | Að Svarthömrum, Neskaupstað stendur gamall sumarbústaður án samþykkis byggingarfulltrúa. Bréf vegna þessa, þar sem óskað er eftir að sótt verði um leyfi fyrir sumarbústaðnum eða hann tekinn niður, voru send 30.8 og 2.10.2023. Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir eiganda á að sækja um tilskilin leyfi fyrir 30. nóvember. Ef ekki verður brugðist við því samþykkir umhverfis- og skipulagsnefnd að leggja dagsektir, 20.000 kr. pr. dag, á eigendur Svarthamra frá og með 1. desember í samræmi við 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. | | |
|
17. 2310028 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hafnargata 25 | Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hafnargata 25. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir endurnýjun á lóðaleigusamningi og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðaleigusamning. | 750 Hafnargata 25 LB.pdf | | |
|
18. 2311013 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Helluvegur 2 | Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Helluvegur 2. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðaleigusamning. | 760 Helluvegur 2 LB.pdf | | |
|
19. 2310124 - Umsókn um stöðuleyfi | Umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám í Seljateigshjáleigu, við heimkeyrslu, neðan við Stóramel til eins árs með möguleika á framlengingu. | | |
|
20. 2310135 - Niðurfelling gjalda á móttökustöð | Ósk um niðurfellingu kostnaðar á gjöldum á móttökustöð vegna ónýts byggingarefnis eftir snjóflóð Neskst. síðastliðinn vetur. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir niðurfellingu kostnaðar á gjöldum á móttökustöð vegna ónýts byggingarefnis eftir snjóflóð Neskst. síðastliðinn vetur. Nefndin hvetur umsækjanda til að flokka byggingarefni eins og kostur er. | Minnisblað.pdf | | |
|
22. 2311046 - Umsókn um lóð Búðarmelur 5 | Umsókn Búðinga ehf um lóð að Búðarmel 5 fyrir 3 íbúðaraðhús. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutunina. Lóðin er í dag skipulögð fyrir parhús en skv. 44.gr, 3. mgr skipulagslaga er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Umsækjandi er nú þegar með lóð númer 7 og kemur einnig til með að reisa þar 3 íbúða raðhús. Hvorki er lóðin stækkuð eða byggingarmagn hennar aukið. Umhverfis- og skipulagsnefnd vísar erindinu í bæjarráð. | Búðarmelur 5a-c 730 LB.pdf | | |
|
23. 2311056 - Umsókn um stöðuleyfi | Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám uppá á svæði á Reyðarfirði, n.t.t. á haganum norðvestan við æfingasvæði V.Í.F. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að fokhætta sé af gámnum. Stöðuleyfi er samþykkt með fyrirvara um að gámurinn verði lagfærður innan eins mánaðar eða 7.12.2023 eða stöðuleyfi fellur úr gildi og gámurinn fjarlægður samstundis á kostnað eiganda. | | |
|
24. 2311061 - Búðarmelur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | Umsókn Búðinga ehf. um byggingarleyfi að Búðarmel 5, Reyðarfirði fyrir 3 íbúða raðhúsi. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. | | |
|
| |
21. 2310118 - Til umsagnar 314. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis | Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna. | Frumvarp til laga.pdf | | |
|
| |
25. 2301174 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2023 | Fundargerð 175. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna. | 175.fundargerðHeilbrigðisnefndar undirritud.pdf | | |
|