Til bakaPrenta
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 11

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
12.06.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Kristinn Þór Jónasson varaformaður, Elís Pétur Elísson aðalmaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Svanur Freyr Árnason, sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2406047 - Leikskólinn Dalborg Áfangi III
Lagt fram minnisblað sviðssjóra skipulags- og framkvæmdasviðs og fjármálastjóra um stöðu stækkunar Leikskólans Dalborgar á Eskifirði og um mögulegar leiðir á framvindu verkefnisins. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar yfirferðina og leggur til að farinn verði leið B miðað við fyrirlagt minnisblað. Nefndin felur sviðsstjóra að eiga samtal við tilboðsgjafa um frammhaldið.
2. 2404221 - Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags - og framkvæmdanefndar 2025
Áframhaldandi umræða um starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og framkvæmdasviðs fyrir árið 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa drögum að starfsáætlun til fjármálastjóra.
3. 2405213 - Aðalskipulag breyting Leira 1
Breyting á aðalskipulagi Leiru 1 á Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti óverulega breytingu á aðalskipulagi og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2738-21-07-Ov-br_gatlisti.pdf
105480-ASKBR-V03-Leirubakki.pdf
4. 2404178 - Deiliskipulag breyting Leira 1
Deiliskipulag breyting Leira 1. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti breytingu á deiliskipulagi við Leiru 1. Málinu er vísað í bæjarstjórn.
2738-021-07-DSK-BR-001-V05-Leirubakki 1.pdf
2738-021-DSK-001-V01_DSK breyting á Leirubakka og Bleiksá.pdf
5. 2406025 - Deiliskipulag Norðfjörður - tjaldsvæði
Nýtt deiliskipulag Norðfjörður - tjaldsvæði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að nýju deiliskipulag og vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
DU2402 D01- A2 1000.pdf
Tjaldsvæði_deiliskipulag_3244.pdf
6. 2405214 - Byggingarleyfi Uppsetning á forðatanki
Umsókn um byggingarleyfi - Uppsetning á forðatanki. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað.
7. 2402235 - Leirubakki 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Grenndarkynningu lokið, ekki var gerð athugasemd. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
8. 2406037 - Byggingarleyfi Frístundahús Kross í Mjóafirði
Byggingarleyfi Frístundahús Kross í Mjóafirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað.
9. 2405051 - Byggingarleyfi Blómsturvellir 25 breytingar á þaki
Fyrirhugaðar framkvæmdir voru grenndarkynntar eigendum að Blómsturvöllum 27, þau gerðu ekki athugasemd. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirhugaðar framkvæmdir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Málinu er vísað í bæjarstjórn.
10. 2404086 - Bakkabakki 2b - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bakkabakki 2b - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstöður grenndarkynningar. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framvæmdanefnd samþykkir áformin fyrir sitt leiti og vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
11. 2405182 - Framkvæmdaleyfi fyrir sparkvelli á Breiðdalsvík
Umsókn Hrafnkells Freysgoða um framkvæmdaleyfi fyrir sparkvelli á Breiðdalsvík. Sparkvöllurinn er á nýlegu deiliskipulagi austurhluta Breiðdalsvíkur. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir áformin og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
Screenshot 2024-05-19 135742.pdf
12. 2406055 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Selnes 19
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Selnes 19. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingu á lóð fyrir sitt leiti og vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Screenshot_20240607_143247_Samsung Internet.pdf
14. 2405179 - Æfingatæki Eskifirði
Æfingatæki Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd fagnar framtakinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við Austra varðandi lítilsháttar breytingu á staðsetningu.
Minnisblað - Æfingatæki Eskifirði.pdf
15. 2406006 - Skipulag Lambeyrarbrautar á Eskifirði
Skipulag Lambeyrarbrautar á Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur bæjarverkstjóra að koma með tillögu að úrbótum.
16. 2406066 - Umgengni í Fjarðabyggð
Umræður um umgengni í Fjarðabyggð. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur starfsmönnum sviðsins að herða aðgerðir í umgengnismálum með það að markmiði að bæta ásýnd sveitafélagsins.
17. 2402161 - Æðavarp í landi Fjarðabyggðar
Tekin afstaða til innsendra tilboða í æðavarp í landi Kollaleiru. Alls bárust fimm tilboð. Skipulags- og framkvæmdanefnd leggur til að gengið sé að tilboði sem frá Lise Nygård Christensen sem jafnframt var hæðsta tilboð.

Þuríður Lillý Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Útboð að æðarnytjar í Kollaleiru.pdf
 
Gestir
Rúnar Ingi Hjartarsson - 00:00
18. 2404016 - Viðhald og nýframkvæmdir gatna Fjarðabyggð 2024
Farið yfir framkvæmdir í yfirlögnum á götum á árinu 2024. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir forgangsröðun sviðsstjóra og framvinda verksins verður metin þegar líður á sumarið.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
13. 2406060 - Drög að flokkun fimm virkjunarkosta
Drög að flokkun fimm virkjunarkosta. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
Drög að flokkun fimm virkjunarkosta.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta