Til bakaPrenta
Bæjarráð - 762

Haldinn í Molanum fundarherbergi 3,
29.08.2022 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þórður Vilberg Guðmundsson, Forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208046 - Skólahald í Tónskóla Neskaupstaðar 2022-2023
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs kynnti þær framkvæmdir og aðgerðir sem farið hefur verið í við endurbætur í Nesskóla.
 
Gestir
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs - 08:30
2. 2208153 - Fundur með sveitarstjórn Fljótsdalshrepps
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fundaði með sveitarstjórn Fljótsdalshrepps fimmtudaginn 25. ágúst sl. Á fundinum var rætt um ýmis sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna s.s. varðandi orkuskipti, orkuöflun vegna þeirra og fleira. Fundurinn var afar gagnlegur og ákveðið var að framhald yrði á þessu samráði sveitarfélaganna, og mun bæjarstjórn Fjarðabyggðar bjóða sveitarstjórn Fljótsdalshrepps til fundar á næstunni þar sem þessi mál og frekari samvinna sveitarfélaganna verður rædd.

Bæjarráð þakkar sveitarstjórn Fljótsdalshrepps fyrir góðar móttökur og gagnlegar umræður.
3. 2205271 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra, drög að rammaúthlutun vegna fjárhagsáætlunar 2023 auk forsenda tekju- og gjaldaliða. Umræður um fyrstu drög að rammaúthlutun 2023. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2023 og tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
4. 2208146 - Rekstrarform Hitaveitu Fjarðabyggðar
Framlagt minnisblað frá KPMG um áhrif þess ef breyting verður gerð á bókhaldslegu rekstrarformi Hitaveitu Fjarðabyggðar með tilliti til skattaumhverfis opinberra orkufyrirtækja. Fjármálastjóra er falið að vinna málið áfram og málinu vísað til kynningar í mannvirkja- og veitunefnd.
5. 2208076 - Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf fyrir árið 2021
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns fyrir árið 2021 lagður fram til undirritunar.
6. 2109174 - Barnvænt sveitarfélag 2021-2022
Bæjarráð samþykkir að skipa Hjördísi Helgu Seljan Þóroddsdóttur og Þórdísi Mjöll Benediktsdóttur í stýrihóp um barnvænt sveitarfélag.
7. 2208117 - Umsókn um lóð Hrauntún 7-9
Lögð fram lóðarumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar f.h. Búðinga ehf frá 23.8.2022 þar sem sótt er um lóð að Hrauntúni 7-9 á Breiðdalsvík fyrir parhús. Umsóknin kemur í kjölfar grenndarkynningar sem gerð var fyrr í ágúst. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt lóðaúthlutunina fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
8. 2207134 - Umsókn um lóð - 730 Hjallaleira21
Lögð fram lóðarumsókn Malbikunarstöðvar Austurlands frá 28.júli 2022 um lóð að Hjallaleiru 21, 730 Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt lóðaúthlutunina fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
9. 2208027 - Umsókn um lóð Öldugata 730
Lögð fram lóðaumsókn frá RARIK vegna spennustöðvar við Öldugötu. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt lóðaúthlutunina fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
10. 2207091 - Umsókn um lóð - Daltún 9
Lögð fram lóðarumsókn Guðna Þórs Elíssonar frá 15. júlí 2022 um lóð fyrir iðnaðarhúsnæði að Daltúni 9 735 Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt lóðaúthlutunina fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
11. 2208148 - Bréf frá Uxavog ehf vegna úthlutunar lóða við Sæbakka
Framlagt bréf frá Sigurði Steini Einarssyni f.h. Uxavogs ehf um úthlutun lóða við Sæbakka í Neskaupstað. Bæjarritara falið að svara erindinu og leggja tillögu að svari fyrir bæjarráð.
12. 2208114 - Tillögur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.
Framlagður tölvupóstur frá starfshópi umhverfis-, orku-, og loftlagsráðuneytis um nýtingu vindorku þar sem Fjarðabyggð er boðið að koma á framfæri sínum sjónarmiðum um þau málefni sem starfshópnum er ætlað að fjalla um. Atvinnu- og þróunarstjóra er falið að gera tillögu að svari við erindinu og kynna í bæjarráði.
13. 2208145 - Fundarboð Íbúasamtaka Breiðdælinga
Framlagður tölvupóstur frá íbúasamtökunum Breiðdælinga þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjórn. Bæjarstjóra falið að ræða við stjórn íbúasamtakana.
Fundargerðir til staðfestingar
14. 2208013F - Hafnarstjórn - 282
Fundargerð Hafnarstjórnar frá 24. ágúst lögð fram til afgreiðslu.
14.1. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði
14.2. 2207045 - Ósk um umsögn um strandsvæðisskipulag Austfjarða
14.3. 2207037 - Breyting á eldisfyrirkomulagi Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði
14.4. 2208096 - Sjávarútvegssýningin 2022
14.5. 2101071 - Fóðurprammi sekkur við Gripalda
14.6. 2208102 - Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði
14.7. 2208101 - Bryggja við Olís í Neskaupstað
15. 2208011F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 5
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 23. ágúst lögð fram til afgreiðslu
15.1. 2207045 - Ósk um umsögn um strandsvæðisskipulag Austfjarða
15.2. 2208038 - Strandgata 18a 740 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
15.3. 2208037 - Strandgata 18b 740 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
15.4. 2208039 - Strandgata 16 740 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
15.5. 2208035 - Egilsbraut 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
15.6. 2208018 - Grenndarkynning Hrauntún 3-5 og 7-13 raðhúsarlóð
15.7. 2208117 - Umsókn um lóð að Hrauntúni 7-9
15.8. 2207134 - Umsókn um lóð - 730 Hjallaleira21
15.9. 2208090 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
15.10. 2208036 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
15.11. 2208073 - Norðfjarðarflugvöllur
15.12. 2208027 - Umsókn um lóð Öldugata 730
15.13. 2207091 - Umsókn um lóð fyrir iðnaðarhúsnæði að Daltúni 9
15.14. 2208028 - Umsókn um lóð Heiðarvegur 730
16. 2208012F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 103
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22. ágúst lögð fram til afgreiðslu
16.1. 2012116 - Fundaáætlun íþrótta- og tómstundanefndar haust 2022 og vor 2023
16.2. 2205097 - Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2023
16.3. 2004159 - Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa
17. 2208009F - Fræðslunefnd - 113
Fundargerð fræðslunefndar frá 17. ágúst lög fram til afgreiðslu
17.1. 2208048 - Fundaáætlun fræðslunefndar haustið 2022
17.2. 2205211 - Tæknidagur Fjölskyldunnar 2022
17.3. 2208046 - Skólahald í Tónskóla Neskaupstaðar 2022-2023
17.4. 2207054 - Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð
17.5. 2205097 - Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2023
17.6. 2208060 - Skólabyrjun skólaársins 2022-2023
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta