| |
1. 2412140 - Umsókn um lóðið að Hjallaleiru 2 og 4 | Sótt er um lóðir að Hjallaleiru 2 og 4, Reyðarfirði. Óskað er eftir því að þær verði sameinaðar nýtingarhlutfall lækkað. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda um nýtingarhlutfall. | | |
|
2. 2410211 - Umsókn um stöðuleyfi Vinnubúðir Héraðsverks v. ofanflóðavarnir Neskaupstað | Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir Héraðsverks v.ofanflóðavarnir Neskaupstað. Grenndarkynningu lokið. Ein athugasemd barst. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara athugasemd.
| 2439 A10 01-02 A.pdf | | |
|
3. 2412001 - Byggingarleyfi Miðdalur 18-20 | Byggingarleyfi Miðdalur 18-20. Grendarkynningu lokið engar athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum gögnum hefur verið skilað. Jafnframt er afgreiðslu grendarkynningar vísað til bæjarstjórnar. | | |
|
4. 2303218 - Stækkun lóða við Hjallaleiru | Stækkun lóða við Hjallaleiru. Skipulags- og framkvæmdanefnd óskar eftir því að Geststaðir ehf skili inn hönnun og verkáætlun vegna framkvæmda á nú þegar úthlutuðum lóðum áður en tekið verði afstaða til stækkunar lóðarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. | | |
|
5. 2411122 - Deiliskipulag miðbæjar Reyðarfjarðar Búðargata 3 | Deiliskipulag miðbæjar Reyðarfjarðar Búðargata 3. Umræða varðandi viðbót við grendarkynningu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að útvíkka grenndarkynningu og setja hana í almennt auglýsingarferli í fjórar vikur. Skipulags- og byggingarfulltrúa falin vinnsla málsins. | Minnisblað v. óverulegrar breytingar á deiliskipulagi.pdf | Deiliskipulag miðbæjar Reyðarfjarðar Búðargata 3.pdf | | |
|
7. 2501027 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Valsmýri 6 | Umsókn um stækkun lóðar að Valsmýri 6 740 Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti stækkun lóðar og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. | | |
|
8. 2402048 - Strandgata 6 Neskaupstað ásigkomulag | Elís Pétur Elísson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
Strandgata 6 Neskaupstað ásigkomulag. Ástand Strandgötu 6 í Neskaupstað er orðið mjög varhugavert m.t.t óveðra og fokhættu. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur verið í samskiptum við eigendur vegna þess en nefndin var áður búinn að samþykkja að leggja á dagsektir ef ekki yrði brugðist við fyrri samþykktum hennar. Nefndin telur nú að ástandið sé óviðunandi og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að setja sig í samband við eigendur hússins og tilkynna þeim að dagsektir verðir lagðar frá 22.janúar verði ekki þegar brugðist við. | | |
|
| |
6. 2404185 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2024 | Fundargerð 182. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands. Fundargerð HAUST lögð fram til kynningar | 182.fundargerðHeilbrigðisnefndar.pdf | | |
|