Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 103

Haldinn í Molanum fundarherbergi 1,
22.08.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arndís Bára Pétursdóttir formaður, Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður, Sigurjón Rúnarsson aðalmaður, Kristinn Magnússon aðalmaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Magnús Árni Gunnarsson embættismaður, Eyrún Inga Gunnarsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Magnús Árni Gunnarsson, Deildarstjóri íþróttamála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012116 - Fundaáætlun íþrótta- og tómstundanefndar haust 2022 og vor 2023
Íþrótta- og tómstundanefnd fer yfir og samþykkir fundaáætlun haustsins 2022
Fundaáætlun íþrótta- og tómstundanefndar vetur 2022.pdf
3. 2004159 - Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að bæjarráð veiti aukið fjármagn í þetta verkefni og fagnar góðri þátttöku í verkefninu.

Íþrótta- og tómstundanefnd biðlar til deildarstjóra að koma með fleiri tölur um þátttakendur á næsta fundi.

Málinu vísað áfram til bæjarráðs til afgreiðslu.
Beiðni um hækkun Janusarverkefnis til 120 manns haustið 2022.pdf
JH-Fjarðabyggð - Samningur um heilsueflingu - 120 þátttakendur - 11082022.pdf
Almenn mál - umsagnir og vísanir
2. 2205097 - Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2023
Íþrótta- og tómstundanefnd ákvað eftir nokkra umræðu að Arndís, Þórdís og Sigurjón taki þátt í starfshóp ásamt starfsmönnum nefndar sem eru Eyrún og Magnús.

Íþrótta- og tómstundanefnd vísar erindinu aftur til fræðslunefndar, ástæðan að baki tilnefningu þriggja starfsmanna var áhugi nefndarmanna og mikilvægi þess að sem flest sjónarhorn komi fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta