Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 27

Haldinn í Molanum,
30.05.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Ingunn Eir Andrésdóttir varamaður, Jóhanna Guðný Halldórsdóttir varamaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður.
Fundargerð ritaði: Svanur Freyr Arnason, Sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2201189 - 735 - Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði
Tillaga að nýju deiliskipulagi Dalur athafnasvæði lagt fram til samþykktar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulagið fyrir sitt leyti og vísar erindinu í bæjarstjórn.
1860-095-TEK-01-V05-DSK-Dalur-athafnasvæði-TillagaRýnt.pdf
1860-095-GRG-V01-003_DSK-Dalur-athafnasvæði-TillagaRýnt.pdf
2. 2305247 - Borgarnaust 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Borgarnaust 5, Neskaupstað - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
3. 2305248 - Umsókn um lóð Nesbraut 3
Umsókn um lóð fyrir iðnaðarhús að Nesbraut 3, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Unnið verður að útfærslu á nýju gámasvæði.
4. 2304256 - Umsókn um stækkun á lóð og endurnýjun á lóðaleigusamningi Skólavegur 85A
Umsókn um stækkun á lóð og endurnýjun á lóðaleigusamningi Skólavegur 85A. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu vegna misræmis í landeignaskrá.
5. 2305221 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hamarsgata 13
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Hamarsgötu 13, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
6. 2305245 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Þórhólsgata 1
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Þórhólsgötu 1, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
7. 2305118 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Heiðarvegur 21
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Heiðarvegi 21, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
8. 2305117 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hafnargata 3, Reyðarfirði
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi að Hafnargötu 3, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
9. 2305261 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Umsókn Fjarðabyggðar um framkvæmdaleyfi til gatnagerðar í Hrauntúni, Breiðdalsvík. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
10. 2303218 - Stækkun lóða við Hjallaleiru
Endurskoðun vegna stækkun lóða við Hjallaleiru. Umhverfis- og skipulagsnefnd afturkallar ákvörðun um stækkun lóða 13-15-17-19. Umhverfis- og skipulagsnefnd gerði mistök við samþykkt stækkunar. Umrædd stækkun fer út fyrir gildandi deiliskipulagsmörk svo ekki er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að fylgja málinu eftir.

11. 2302173 - Hafnargata 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mótmæli íbúa Búðavegi 34, Fáskrúðsfirði, vegna grenndarkynningu á byggingu hljóðmanar við Hafnargötu 36, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu fram að næsta fundi.
12. 2305223 - Umsókn um stöðuleyfi
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám neðan við Nesgötu 6. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám neðan við Nesgötu 6.
13. 2305136 - Vegna tjaldsvæðis á Stöðvarfirði
Minnisblað Austurbrúar vegna tjaldsvæðis á Stöðvarfirði lagt fram. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir minnisblaðið og mun hafa það í huga við gerð nýs deiluskipulags á svæðinu.
Tjaldsvæði Stöðvarfjörður_minnisblad_15052023.pdf
14. 2212113 - Fundaáætlun USK 2023
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur formanni nefndar að gera fundaáætlun útfrá umræðum á fundinum og leggja fyrir næsta fund.
15. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Hagræðingar í málaflokki úrgangsmála. Til umræðu. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna tillögur í samræmi við umræður á fundinum.
16. 2204036 - 735 Deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði - breyting, minnkun skipulagssvæðis
Breyting á deiliskipulagi Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði þannig að hluti þess sem nær inn á skipulagssvæði Dals athafnasvæðis verði felldur úr gildi. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangnamunna á Eskifirði og vísar erindinu í til afgreiðslu í bæjarstjórn.
1860-095-TEK-02-V02_DSK_Breyting-DG1202_PL-Uppdráttur og greinargerð-Loka.pdf
17. 2305274 - Fjarðarbraut 57 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fjarðarbraut 57, Stöðvarfirði - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun á bílskúr. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi er undirskriftum íbúa Fjarðarbrautar 59 ásamt öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta