Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 31

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
01.08.2023 og hófst hann kl. 15:30
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður, Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Ingunn Eir Andrésdóttir varamaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Aron Leví Beck, Skipulags- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2307046 - Umsókn um lóð
Nestak sækir um lóðina Sólbakka 2 til 6 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni en vekur athygli á gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir 1,5 hæð.
2. 2307089 - Sólbakki 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Framlögð umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi frá Nestak fyrir fjölbýlishús að Sólbakka 2 til 6 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að grenndarkynningu lokinni og öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
3. 2306156 - Melbrún 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Melbrún 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
4. 2307108 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Framlögð umsókn um stækkun lóðarinnar Strandgata 18A á Norðfirði. Sótt er um stækkun á lóð samkvæmt upplýsingum og teikningu sem sent var á Svan Árnason þann 10.júlí 2023 en við komum ekki inn viðhengjum með hér. Sótt um stækkun á lóð til norðurs inn á land Fjarðabyggðar svo hægt sé að koma fyrir geymslukofa á lóð. Sótt er um stækkun upp á 8 metra til norðurs upp í gilið. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stækkun lóðar og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðaleigusamning.
5. 2302013 - Deiliskipulag Balinn, Stöðvarfirði
Framlagt erindi frá Sterkum Stöðvarfirði þar sem lagðar eru fram hugmyndir að nýtingu Balans. Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum og lýst vel á útfærslu á fyrirhuguðum almenningsgarði á Balanum, Stöðvarfirði. Nefndin kemur til með að hafa verkefnið til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2024.
102405-V002 Balinn Tillaga A.pdf
Balinn_Sterkur Stöðvarfjörður_27062023.pdf
6. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Vísað frá bæjarráði til kynningar umhverfis- og skipulagsnefndar tillögu um innleiðingu á klippikortum á móttökustöðvum úrgangs í Fjarðabyggð. Gert er ráð fyrir því að frá og með 15. september þurfi einstaklingar og rekstraraðilar að framvísa klippikortum á gámavöllum við losun úrgangs. Eitt klippikort verði afhent hverju heimili án endurgjalds en eftir það verði innheimt gjald við afhendingu klippikorta. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna og felur verkefnisstjóra umhverfismála að gera minnisblað er varðar þjónustustig móttökustöðva.
Minnisblað til bæjarráðs vegna klippikorta.pdf
7. 2307135 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - vegalagning, gönguslóðar og fleira
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi frá Sigurði Baldurssyni. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og bendir á ábendingar og tillögur Náttúrustofu Austurlands og Fiskistofu. Skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.

Þuríður Lillý Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
2021_03_29_Umsogn_Slettua_bakkav_sent (1).pdf
Bakkavörn sléttuá.pdf
Leyfi Fiskistofu vegna bakkavarna við Sléttuá.pdf
10. 2306106 - Ystidalur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Niðurstöður grenndarkynningar fyrir Ystadal 5, Eskifirði. Engar athugasemdir bárust. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum gögnum hefur verið skilað.
Fundargerðir til staðfestingar
8. 2307001F - Fjallskilanefnd - 3
Fundargerð fjallskilanefndar frá 13. júlí lögð fram til afgreiðslu. Umhverfis- og skipulagsnefnd staðfestir fundargerð.
8.1. 2306063 - Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
8.2. 2302037 - Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár - minnisblað sambandsins
8.3. 1808042 - Fjárréttir í Fjarðabyggð
8.4. 2307003 - Fjallskil og gangnaboð 2023
8.5. 2103192 - Sauðfé í þéttbýli - úrræði
9. 2307013F - Fjallskilanefnd - 4
Fundargerð fjallskilanefndar frá 28. júlí lögð fram til afgreiðslu. Umhverfis- og skipulagsnefnd staðfestir fundagerð.
9.1. 2306063 - Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
9.2. 2307003 - Fjallskil og gangnaboð 2023
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta