Til bakaPrenta
Bæjarráð - 795

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
17.04.2023 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303071 - Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur og fjáfestingar Fjarðabyggðar fyrir janúar - febrúar 2023 og skatttekjur og launakostnað fyrir janúar - mars 2023.
Framlagt og kynnt.
2. 2303238 - Stöðuúttekt stjórnsýslunnar 2023
Fulltrúar Deloitte kynntu tillögur sínar um framkvæmd stöðuúttektar.
Bæjarráð samþykkir að leita samninga við Deloitte um gerð stöðuúttektar. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi og undirrita.
 
Gestir
Fulltrúar frá Deloitte tóku þátt í fundi á fjarfundi - 00:00
3. 2304074 - World Hydrogen Summit 2023
Atvinnu- og þróunarstjóri leggur til kynningar minnisblað vegna ráðstefnunnar World Hydrogen Summit sem haldin er ár hvert í Rotterdam daganna 9. til 11. maí.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
4. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Framlagt minnisblað varðandi fyrirkomulag og kostnað við uppsetningu og rekstur grendarstöðva í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að vísa opnun grenndarstöðva í Fjarðabyggð til fjárhagáætlunargerðar 2024. Fyrirkomulag þjónustu mótttökustöða á árinu 2023 verði endurskoðað með tilliti til þarfa fyrir lágmarksopnun til að þjónusta einstaklinga. Tillögur sem samþykktar voru fyrir 22. febrúar 2023 verði að öðru leyti útfærðar og komið í framkvæmd. Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar og mannvirkja- og veitunefndar til útfærslu.
5. 2304065 - Fjarskipatasamband í fólkvang Neskaupstaðar
Framlagt bréf Björgunarsveitarinnar Gerpis um fjarskipatasamband í fólkvanginum í Neskaupstað.
Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við fjarskiptafyrirtæki og leggja áherslu á öryggisþátt svæðissins.
Fjarskipatasamband í fólkvang Neskaupstaðar.pdf
6. 2303034 - Drög að reglum um stuðningsþjónustu
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að endurskoðun á reglum fyrir stuðningsþjónustu.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Minnisblað.pdf
7. 2304053 - Aukaaðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 21.apríl 2023
Framlagt fundarboð aukaaðalfundar samtaka orkusveitarfélaga 2023.
Bæjarráð felur Ragnari Sigurðssyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aukaaðalfundinum.
Dagskrá aukaaðalfundar 2023.pdf
Fundargögn vegna aukaaðalfundar kynning starfsnefndar apríl 2023.pdf
8. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Fundargerð 921. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 921.pdf
Fundargerð
9. 2303021F - Félagsmálanefnd - 164
Framlögð fundargerð félagsmálanefndar frá 11. apríl til afgreiðslu.
9.1. 2303034 - Drög að reglum um stuðningsþjónustu

Niðurstaða þessa fundar
Framlögð fundargerð félagsmálanefndar frá 11. apríl til afgreiðslu.
9.2. 2304021 - Memaxi samskipta- og skipulagslausn

Niðurstaða þessa fundar
Framlögð fundargerð félagsmálanefndar frá 11. apríl til afgreiðslu.
9.3. 2301106 - Búsetuúrræði-Trúnaðarmál

Niðurstaða þessa fundar
Framlögð fundargerð félagsmálanefndar frá 11. apríl til afgreiðslu.
Sauðfjárveikivarnir
Bæjarráð sendir hlýjar kveðjur til bænda og annara íbúa í Miðfirði í ljósi þeirra slæmu atburða sem hafa átt sér stað síðustu daga. Niðurskurður á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá skilur eftir sig stórt skarð í íslenskri sauðfjárrækt enda hafa þessi bú náð miklum árangri í ræktun og spilað stórt hlutverk í kynbótum á íslenska sauðfjárstofninum.
Mjög mikilvægt er að hraðað sé aðgerðum við arfgerðargreiningu og fyrirbyggjandi ráðstafanir til að draga úr áhættu sem er af þeirri vá sem sauðfjárbændum stendur af riðu og áföllum sem þeir verða fyrir. Í því sambandi er vert að taka upp og endurskoða reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna riðuniðurskurðar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta