Til bakaPrenta
Bæjarráð - 834

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
19.02.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varamaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402163 - Þjóðlendumál kröfur óbyggðanefndar eyjar og sker
Framlögð kröfugerð Óbyggðanefndar í sker og eyjar.
Bæjarráð felur lögmanni sveitarfélagsins að yfirfara kröfugerð ríkisins í landsvæði það sem er eign þess og leggja fyrir bæjarráð.
12-B_riki-krofulysing.pdf
Þjóðlendumál - eyjar og sker - tilkynning frá óbyggðanefnd.pdf
Þjóðlendumál: eyjar og sker.pdf
2. 2309181 - Starfshópur fræðslumála 2023
Fjallað um áfangaskýrslu starfshóps um fræðslumál sem lögð er fram sem trúnaðarmál.
3. 2308085 - Fiskeldissjóður - umsóknir 2024
Framlagt til kynningar minnisblað um tillögur að verkefnum til umsókna fyrir starfsárið 2024 til fiskeldissjóðs.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að sækja um framlög til sjóðsins.
4. 2310063 - Íbúakönnun 2023
Framlagðar til kynningar niðurstöður könnunar sem unnin var í haust á þjónustu sveitarfélagsins.
Má_birta_Fjardabyggd_4034902_thjonusta_sveitarfelaga_2023.pdf
Þjónustukönnun Gallup.pdf
5. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Vísað frá stjórn menningarstofu til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um fjármögnun endurbóta fyrir stríðsárasafnið sumarið 2024 til að sýning verði sett upp sbr. tillögu í framlögðu minnisblaði. Lögð verði fram kostnaðaráætlun um framkvæmdir vegna opnunar sýningar á árinu 2024.
Bæjarráði lýst vel á hugmyndir og að kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.
Minnisblað um stöðu og framtíð Íslenska stríðsárasafnsins.pdf
Áfangastaðurinn Búðarárfoss - Hugmyndir - Drög.pdf
Lokaskýrsla HÍ Íslenska stríðsárasafnið.pdf
Starfshópur um framtíð Ísleska stríðsárasafnið 2022.pdf
6. 2309161 - Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2024
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögum um breytingu á gjaldskrá líkamsræktarstöðva vegna rafræns aðgangs utan hefðbundins opnunartíma. Lagt er til að gjaldið fyrir þá þjónustu verði 500 krónur á mánuði.
Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og þær taki gildi frá og með 1. mars 2024.
Gjald fyrir viðskiptavinia sem nýta sér rafrænt aðgengi líkamsrækta.pdf
7. 2309157 - Gjaldskrá húsnæðis grunnskóla
Framlögð endurskoðuð gjaldskrá fyrir grunnskóla í Fjarðabyggð vegna afnota af heimilisfræðistofu vegna beiðna um afnot sem ná yfir heilan dag.
Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og hún taki gildi frá og með 1. mars 2024.
8. 2402140 - Stafrænt pósthólf - ný reglugerð
Framlögð til kynningar ný reglugerð um stafrænt pósthólf á island.is
Stafrænt pósthólf - ný reglugerð.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
9. 2401021F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 131
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12. febrúar tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
9.1. 2401186 - Aðstoðarmannakort
9.2. 2311013F - Ungmennaráð - 9
9.3. 2312006F - Ungmennaráð - 10
9.4. 2309161 - Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2024
9.5. 2004159 - Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa
10. 2402010F - Stjórn menningarstofu - 1
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 13. febrúar tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
10.1. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
10.2. 2402021 - Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu
10.3. 2402019 - Erindi varðandi styrk til fornleifarannsókna í Stöðvarfirði
10.4. 2402094 - Stafrænar aðgerðir gegn loftlagsbreytingum tengdar menningarlandslagi
11. 2311013F - Ungmennaráð - 9
Fundargerð ungmennaráðs frá 9. nóvember tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
11.1. 2305168 - Til umsagnar 497. frumvarp til laga um breytingu á kosningalögummál (kosningaaldur)
11.2. 2310130 - Tillaga Fjarðalistans og Framsóknarflokksins að tilfærslu félagsmiðstöðvarinnar Knellunnar.
12. 2312006F - Ungmennaráð - 10
Fundargerð ungmennaráðs frá 13. desember tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
12.1. 2310191 - Athugasemd v. gangbrautar í Neskaupstað
12.2. 2303018 - Starfshópur vegna íþróttamannvirkja
12.3. 2312028 - Forvarnateymi Fjarðabyggðar 2023-2024
12.4. 2312048 - Erindi til ungmennaráðs: v. gangbrautar yfir Austurveg á Reyðarfirði
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta