Til bakaPrenta
Bæjarráð - 784

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
13.02.2023 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þórður Vilberg Guðmundsson, Forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302055 - Kaup á verkfræði- og arkitektaþjónustu 2018 - 2022
Framlagt til kynningar minnisblað fjármálastjóra með samantekt á kaupum Fjarðabyggðar á arkitekta- og verkfræðiþjónustu á árunum 2018 - 2022. Bæjarráð þakkar fyrir samantektina.
2. 1807140 - Ljósleiðaralagning 2018 - Ísland ljóstengt Breiðdalur
Framlagt sem trúnaðarmál gögn frá opnun tilboða í ljósleiðarkerfi Fjarðabyggðar í Breiðdal. Tilboð voru opnuð þann 10. febrúar 2023. Tvö tilboð bárust í ljósleiðarakerfið.Bæjarráð samþykkir að taka tilboði hæstbjóðanda þegar tilboðin hafa verið yfirfarin. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu og undirrita skjöl þar um.
3. 2302054 - Erindi frá íbúum við Búðaveg 24
Erindi frá íbúum við Búðaveg 24 á Fáskrúðsfirði vegna hávðamengunar við húsið. Bæjarráð þakkar fyrir erindið. Erindið var einnig sent á umhverfis- og skipulagsnefnd sem mun fjalla um málið á næsta fundi sínum. Bæjarráð mun bíða umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar.
4. 2302051 - Yfirlýsing sveitarfélags um að nýta ekki forkaupsrétt á skipi nr. 2793
Framlögð beiðni um yfirlýsingu Fjarðabyggðar þess efnis að sveitarfélagið muni ekki nýta sér forkaupsrétt á skipinu Nönnu Ósk II SU 90. Bæjarráð samþykkir að nýta sér ekki forkaupsrétt að skipinu og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
5. 2302022 - Umsókn um lóð Hlíðarbrekka 13
Framlögð lóðaumsókn Stefáns Rafns Stefánssonar um lóðina að Hlíðarbrekku 13 á Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
6. 2302009 - Umsókn um lóð Gilsholt 2
Framlögð lóðaumsókn Bjarka Ingasonar um lóðina að Gilsholti 2 á Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
7. 2302016 - Umsókn um breytingar á lóð við Búðareyri 29b á Reyðarfirði
Framlögð umsókn ABC bygginga um breytingar á lóðinni að Búðareyri 29b. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að senda breytingar á lóðinni í grendarkynningu og vísar til staðfestingar í bæjarráði.

Bæjarráð óskar eftir því við umhverfis- og skipulagsnefnd að málið fari til frekari úrvinnslu áður en það fer til grenndarkynningar og afgreiðslu.
8. 2302044 - Sérstakur húsnæðisstuðningur 2023
Breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir árið 2023. Eftirfarandi breytingar sem gerðar voru á eldri reglum. Tekin voru út tekju- og eignarviðmið í stað þess er vísað er í leiðbeiningar félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Tekju- og eignaviðmið verða birt undir flipanum gjaldskrá á heimasíðu Fjarðabyggðar. Bæjarráð samþykkir breytingarnar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Sérstakur húsnæðisstuðningur.pdf
9. 2111076 - Reglur Fjarðabyggðar um frístundastyrk og úthlutun íþróttastyrkja
Vísað til bæjarráðs frá íþrótta- og tómstundanefnd tillögu að breytingum að úthlutungarreglum íþrótta- og frístundastyrkja.
Bæjarráð óskar eftir nánari útfærslu frá nefndinni áður en að málið verður afgreitt.
10. 2302047 - Stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi 2023
Framlögð til kynningar stefnumörkun lögreglunar á Austurlandi fyrir árið 2023.
11. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Fundargerð 918. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til staðfestingar
12. 2302004F - Hafnarstjórn - 291
Fundargerð 291. fundar hafnarstjórnar frá 6. febrúar lögð fram til afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
12.1. 2301162 - Hafnarstjórn erindi frá starfsmönnum
12.2. 1911119 - Endurnýjun dráttarbáts - Undirbúningsvinna
12.3. 1908100 - Verkefni hafnarsjóðs
12.4. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun
12.5. 2302006 - Endurnýjun hafnsögumannsskírteinis 2023
12.6. 2301226 - Aðalfundur Cruise Iceland 2023
12.7. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
13. 2302002F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 113
Fundargerð 113. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 6. febrúar lögð fram til afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
13.1. 2111076 - Reglur Fjarðabyggðar um frístundastyrk og úthlutun íþróttastyrkja
13.2. 2301207 - Afmælishald í íþróttahúsum og æskulýðsheimilum
13.3. 2301225 - Nýting frístundastyrks vegna sumarfrístundar
14. 2301024F - Félagsmálanefnd - 162
Fundargerð 162. fundar félagsmálanefndar frá 7. febrúar lögð fram til afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
14.1. 2301154 - Fundaáætlun félagsmálanefndar vor 2023
14.2. 2302029 - Fjárhagsyfirlit félagsmálanefndar 2022
14.3. 2301026 - Samvinna Fjarðabyggðar og Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu
14.4. 2302033 - Fagteymi á fjölskyldusviði
14.5. 2302031 - Kynning nýrra félagslegra íbúða í Fjarðabyggð.
14.6. 2302044 - Sérstakur húsnæðisstuðningur 2023
15. 2301020F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 17
Fundargerð 17. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. febrúar lögð fram til afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
15.1. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
15.2. 2302028 - Naustahvammur 58 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
15.3. 2302013 - Deiliskipulag Balinn, Stöðvarfirði
15.4. 2302022 - Umsókn um lóð Hlíðarbrekka 13
15.5. 2302009 - Umsókn um lóð Gilsholt 2
15.6. 2302016 - Umsókn um breytingar á lóð við Búðareyri 29b á Reyðarfirði
15.7. 2301191 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Starmýri 17-19
15.8. 2302034 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hlíðargata 10
15.9. 2301195 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Mýrargata 33
15.10. 2301217 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Ásvegur 2
15.11. 2301203 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Austurvegur 9
15.12. 2301211 - Ósk um umsögn, frístundabyggð við Eiða
15.13. 2301185 - Ósk um umsögn, stækkun Skaganámu á Seyðisfirði
15.14. 2301186 - Ósk um umsögn, stækkun hafnar á Seyðisfirði
15.15. 2302030 - Göngustígur utan við fótboltavöll, Stöðvarfirði
15.16. 2302039 - Niðurrif á gömlu fjósi
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta