Til bakaPrenta
Bæjarráð - 878

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
13.01.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409205 - Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2025
Lögð fyrir uppfærð drög að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar fyrir árin 2025 til 2034.
Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fjármálastjóra falið að gera lítilsháttar breytingar í samræmi við umræður á fundinum.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 00:00
2. 2501018 - Bréf ráðuneytisins vegna kvartana um ágangsfé
Framlagt til kynningar bréf innviðaráðuneytisins varðandi afgreiðslu þess á kvörtunum og stjórnsýslukærum vegna lausagöngu búfjár.
IRN24070064 (1).pdf
3. 2409012 - Túngata 11b breyting á lóðarmörkum
Eigendur Túngötu 11b, Eskifirði bjóða Fjarðabyggð til sölu hluta af eingarlóð sinni vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir Lambeyrarár.
Bæjarráð felur bæjarritara að fara yfir málið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
735 Túngata 11b LB.pdf
4. 2501057 - Móttaka nýrra íbúa
Fjallað um móttöku nýrra íbúa.
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að fara yfir útfærslu á móttöku nýrra íbúa og útbúa kynningarefni til afhendingar og ljúka fyrir fyrsta febrúar.
5. 2303098 - Ný heimasíða fyrir Fjarðabyggð 2023
Farið yfir vinnu við endurnýjun heimasíðu sveitarfélagsins.
 
Gestir
Upplýsingafulltrúi - 00:00
6. 2501027 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Valsmýri 6
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um stækkun lóðar að Valsmýri 6 740 Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarsamnings og stækkun lóðarinnar.
740 Valsmýri 6 LB.pdf
Fundargerð
7. 2501004F - Skipulags- og framkvæmdanefnd - 24
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 8. janúar
7.1. 2412140 - Umsókn um lóðið að Hjallaleiru 2 og 4
7.2. 2410211 - Umsókn um stöðuleyfi Vinnubúðir Héraðsverks v. ofanflóðavarnir Neskaupstað
7.3. 2412001 - Byggingarleyfi Miðdalur 18-20
7.4. 2303218 - Stækkun lóða við Hjallaleiru
7.5. 2411122 - Deiliskipulag miðbæjar Reyðarfjarðar Búðargata 3
7.6. 2404185 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2024
7.7. 2501027 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Valsmýri 6
7.8. 2402048 - Strandgata 6 Neskaupstað ásigkomulag
Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna óvissu í sjávarútvegi

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna óvissu sem nú ríkir í sjávarútvegi í kjölfar boðaðra hækkana á veiðigjöldum, einkum á uppsjávarveiðar, ásamt þeim áhrifum sem boðuð aukning á kvóta til strandveiða kemur til með að hafa á aðra kvóta. Fjarðabyggð er sveitarfélag sem byggir að stórum hluta á sjávarútvegi og óvíða kemur meiri afli á land en þar og velgengni greinarinnar er undirstaða efnahagslegrar og félagslegrar stöðu samfélagsins.

Áhrifin á sjávarútveginn og sveitarfélagið:
- Hækkun veiðigjalda mun auka kostnað útgerða á Austfjörðum ofan á umtalsverðar hækkanir sem urðu um áramótin og veikja þannig fjárhagslega getu þeirra.
- Hækkanir á veiðigjöldum koma ofan á óstöðugleika sem þegar hefur ríkt í greininni, m.a. vegna loðnubrests, skerðinga á raforku og óvissu um markaðsaðstæður.
- Fyrirséð er að slíkar hækkanir muni bitna á fjárfestingum fyrirtækja, draga úr afkomu þeirra og veikja samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamörkuðum. Þessar aðstæður hafa einnig afleidd áhrif á atvinnustig og tekjur samfélagsins sem þegar hafa dregist saman verulega vegna loðnubrests á liðnu ári. Hefur það haft veruleg áhrif á tekjur sveitarfélagsins Fjarðabyggðar eins og víðar um land.

Áskorun til stjórnvalda: Bæjarráð Fjarðabyggðar hvetur stjórnvöld til að grípa til eftirfarandi aðgerða:
1. Samráð við hagsmunaaðila: Stjórnvöld þurfa að hefja samtal við útgerðir, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila sem byggja á sjávarútvegi til að eyða óvissu og kynna áform sín á málefnalegan og skýran hátt.
2. Heildrænt mat á áhrifum: Mikilvægt er að framkvæma greiningu á áhrifum boðaðra breytinga á rekstur fyrirtækja og samfélög sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi.

Með þessu móti má tryggja að ákvarðanir um sjávarútveg styðji við sjálfbæra nýtingu auðlinda, efnahagslegan stöðugleika og byggðaþróun í samfélögum eins og Fjarðabyggð.

Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur því ríka áherslu á nauðsyn þess að stjórnvöld bregðist við með ábyrgum hætti og hefji samtalið. Íslenskur sjávarútvegur er enn ein af grunnstoðum samfélagsins hér á landi og að henni þarf að hlúa en ekki veikja.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta