| |
1. 2204062 - Rekstur málaflokka 2022 - TRÚNAÐARMÁL | Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir fyrir janúar - júní og skatttekjur og launakostnað fyrir janúar - júlí 2022 | | |
|
2. 2208049 - Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2022 | Lögð fram umsókn um lán til Ofanflóðasjóðs vegna áfallins kostnaðar við framkvæmdir árið 2021 að frádreginni fyrri lánveitingu að upphæð 22,15 milljónir króna. Lántakan rúmast innan áætlaðrar lántöku Fjarðabyggðar á árinu 2022 samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2022 með viðauka. Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að sækja um lán hjá Ofanflóðasjóði, sbr. minnisblað. | | |
|
3. 2207068 - Rammasamningur um aukið framboð íbúða 2023-2032 - skipun starfshóp | Vísað frá fyrri fundi bæjarráðs erindisbréfi og skipun fulltrúa í starfshóp. Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og samþykkir að fulltrúar í starfshópi verði Stefán Þór Eysteinsson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir og Ragnar Sigurðsson. | Rammasamningur HMS tölvupóstur.pdf | Rammasamningur IRN Samband HMS - undirritað.pdf | Erindisbréf starfshóps um húsnæðismál..pdf | | |
|
4. 2207097 - Umsókn um lóð | Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Elfars Arons Daðasonar, þar sem sótt er um lóðina við Miðdal 16 á Eskifirði undir einbýlishús. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar. | | |
|
5. 2207002 - Íslandsdagar 23. til 26. september Gravelines | Framlögð dagskrá Íslandshátíðar í Gravelines.
| programme délégations 2022.pdf | | |
|
6. 2205172 - Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026 | Vísað frá Fjallskilanefnd til afgreiðslu bæjarráðs. Skipan fjallskilastjóra sbr. 4. tölulið 62. gr. samþykkta sveitarfélagsins. Bæjarstjórn kýs fjallskilastjóra eftir tilnefningu fjallskilanefndar, samanber ákvæði fjallskilasamþykktar fyrir Múlasýslur. Fjallskilanefnd tilnefnir Þuríði Lillý Sigurðardóttir sem fjallskilastjóra Fjarðabyggðar, og að Arnór Ari Sigurðsson verði varafjallskilastjóri og hafi umsjón með fjallskilum í Stöðvarfirði og Breiðdal. Bæjarráð samþykkir tilnefningu fjallskilanefndar og skipar Þuríði Lillý Sigurðardóttir sem fjallskilastjóra og Arnór Ara Sigurðsson sem varafjallskilastjóra með fullnaðarafgreiðslu í umboði bæjarstjórnar á meðan leyfi hennar varir. | 6.1 fjallskilasamth_fy_mulasyslur.pdf | | |
|
7. 2207098 - Fjallskil og gangnaboð 2022 | Vísað frá fjallskilanefnd til afgreiðslu bæjarráðs gangnaboði 2022. Bæjarráð samþykkir tillögu fjallskilanefndar að gangnaboði eftir umboði til fullnaðarafgreiðslu mála meðan á leyfi bæjarstjórnar stendur. | Gangnaboð Fjarðabyggðar 2022. Til bæjarstjórnar.pdf | Fjallskilasamþykkt_SSA.pdf | | |
|
8. 2207137 - Áform um frumvarp til laga um samgönguinnviði | Framlögð umsögn sem send var á bæjarfulltrúa vegna áforma um frumvarp laga um opinbert hlutafélag.
Umsögn Fjarðabyggðar um áform um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Almennt:Fjarðabyggð fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að flýta fyrir uppbyggingu nauðsynlegra samgönguinnviða. Hagkvæmar, skilvirkar og öruggar samgöngur styrkja samfélög og hafa jákvæð áhrif á byggðaþróun sér í lagi í veikari byggðum á landsbyggðinni. Hins vegar leggst Fjarðabyggð alfarið gegn þeim áformum ríkisstjórnarinnar með frumvarpi um gjaldtöku af samgöngumannvirkjum eins og þær liggja fyrir. Greinargerð:Jafnræðis er ekki gætt fyrir vegfarendur á landsvæðum þar sem jarðgöng eru brýn nauðsyn sökum náttúrlegra aðstæðna. Tekið er dæmi um samfélagið á Norðfirði; Norðfjarðargöng sem tengja Norðfjörð við önnur byggðarlög á Austurlandi er eina samgönguæðin á landi að og frá bænum. Íbúar, starfsmenn fyrirtækja á svæðinu og ferðamenn hafa því enga aðra leið til að komast að og frá Norðfirði. Um göngin fara að jafnaði um 790 bílar á dag og 300 kr. veggjald myndi skila um 87 milljónum kr. á ári eða 1,3 milljörðum kr. á 15 árum. Þetta framlag íbúa, ferðamanna og fyrirtækja í 1.500 manna samfélagi til flýtiframkvæmda annars staðar, eru miklar álögur. Samfélög sem landfræðilega er þannig sett að þurfa ekki á jarðgöngum að halda þyrftu ekki að bera þær álögur. Mætti benda á samfélög þar nærri, t.d. nágrannabyggðirnar á Eskifirði eða Reyðarfirði sem einnig eru í sveitarfélaginu Fjarðabyggð.Í Fjarðabyggð er auk Norðfjarðarganga, Fáskrúðsfjarðargöng sem liggja milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Sækja íbúar vinnu og þjónustu milli fjarða en dæmi eru um þá sem sækja vinnu frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Á þeirri leið er því um tvenn jarðgöng að fara og yrði íbúi búsettur á Fáskrúðsfirði að greiða tvöfalt gjald þar sem hann færi um tvenn jarðgöng til vinnu sinnar.Skólasókn, menntun, íþróttaæfingar og keppnir ungmenna auk félagsstarfs þeirra er sameiginlegt víðsvegar um Fjarðabyggð, sem er mikilvægur þáttur í félagslífi þessa hóps. Álögur af veggjöldum um göng yrðu þeim mjög íþyngjandi og tálmun fyrir þau að mennta sig, rækta félagsleg tengsl og samstarf. Ljóst er af þessum dæmum að ef af áformum ríkistjórnarinnar verður um slíka gjaldtöku þá mun hún leggjast þungt á íbúa og fyrirtæki á afmörkuðum svæðum og jafnræðis væri ekki gætt sem getur gjaldfellt ákveðin svæði til búsetu eða starfrækslu fyrirtækja. Sérstaklega á það við þar sem einvörðungu er um eina samgönguæð að ræða og hún er gjaldskyld. Áhrif gjaldtöku eins og kynnt er í áformum ríkisins er því verulega neikvæð frá mörgum hliðum. Viðamikil áform um uppbyggingu innviða vegakerfis landsins kallar vissulega á trausta fjármögnun en hana verður að tryggja með sanngjörnum hætti. Veggjöld og skattlagning eldsneytis er tvísköttun og gæta þarf jafnræðis og sanngirni. Mikilvægt er að skoða aðrar leiðir ríkisins þegar kemur að fjármögnun samgöngumannvirkja. Horfa þarf þá til þess hvort um er að ræða afmörkuð sértæk verkefni eða úrbætur á innviðum sem teljast nauðsynleg, sér í lagi í ljósi þess að bílafloti landsmanna færist óðfluga frá notkun jarðefnaeldsneytis yfir í rafeldsneyti. Álögur af jarðefnaeldsneyti koma því til með að dragast saman til lengri framtíðar, en þær eru stór tekjustofn ríkis í dag. Átak í uppbyggingu vegakerfisins kallar því á nýja nálgun um fjármögnun þeirra innviða og væri einfaldasta og gagnsæjasta leiðin að hefja gjaldtöku af raunverulegri notkun bílaflota í formi kílómetragjalds á öll ökutæki óháð staðsetningu þeirra eða skipta landinu upp í atvinnusvæði með sjálfvirkum vegtollahliðum á 4- 6 stöðum á landinu. Rétt er að huga að því hver forgangsröðun í uppbyggingu innviða í vegasamgöngum á að vera og hvaða framkvæmdir eigi að falla undir hið áformaða nýja hlutafélag. Miklar vegaframkvæmdir standa nú yfir á hringveginum á milli Hveragerðisbæjar og Selfoss annars vegar og á Vesturlandsvegi frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum hins vegar, þar sem vegir eru tvöfaldaðir með aðskildum akreinum. Ekki er gert ráð fyrir innheimtu gjalds af þeim sem um þessa vegi munu fara til að standa undir kostnaði við þessar framkvæmdir. Hvað þá gjald til að standa undir kostnaði við framkvæmdir annar staðar á landinu. Hér yrði um mikla mismunun að ræða eftir landsvæðum sem réðist af því um hvers konar vegaframkvæmdir væru um að ræða. Gjaldtaka í Hvalfjarðar- og Vaðlaheiðargöngum byggðist á því að vegfarendur greiddu framkvæmdarkostnaðinn og mannvirkin voru byggð og rekin af hlutafélögum. Þegar framkvæmdin væri greidd að fullu yrði samgöngumannvirkið hluti af almennu vegakerfi landsins. Fyrirætlanir ríkistjórnarinnar eru nú þær, að opinbert hlutafélag taki yfir jarðgöng sem nú eru hluti af hinu almenna vegakerfi, leggi gjöld á vegfarendur sem um þau fara til að fjárfesta í samgöngumannvirkjum annarstaðar á landinu. Það er umhugsunarefni að þarna séu valin ákveðin samgöngumannvirki þar sem umferð um þau er gjaldskyld en önnur ekki, einvörðungu út frá gerð þeirra en bæði þjóna því hlutverki að bæta samgöngur og efla öryggi þeirra. | End - Umsögn Fjarðabyggðar um áform_v2.pdf | | |
|
9. 2205168 - 750 Beiðni um breytingu á heiti landsins - jarðarinnar Neðri-Vík í Blávík | Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir nafnabreytingu á jörðinni Neðri-Vík en beiðni er framlögð um breytingu á nafni jarðarinnar í Blávík. Bæjarráð samþykkir nafnabreytingu jarðarinnar Neðri-Vík í Blávík. | loftmynd Neðri-Vík.pdf | Lóðarblað Neðri-Vík.pdf | | |
|
10. 2206005 - Haustþing SSA 2022 | Tímasetningu haustþings Sambands sveitarfélaga á Austurlandi hefur verið breytt og hefst þingið fimmtudaginn 8. september og stendur fram á föstudaginn 9. september nk.
| | |
|
18. 2208046 - Skólahald í Tónskóla Neskaupstaðar 2022-2023 | Farið yfir stöðu framkvæmda í Nesskóla og Tónskóla. Beðið eftir niðurstöðum mælinga frá EFLU. Málið tekið að nýju fyrir á næsta fundi bæjarráðs. | | | Gestir | Fræðslustjóri - 00:00 | Sviðstjóri framkvæmdasviðs - 00:00 | |
|
| |
11. 2207009F - Hafnarstjórn - 281 | Fundargerð hafnarstjórnar frá 26. júlí sl. lögð fram til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir fundargerð hafnarstjórnar með fullnaðarumboði til afgreiðslu mála meðan leyfi bæjarstjórnar stendur. | 11.1. 2206114 - Styrkumsókn - Útsæði - 2022 | 11.2. 2207064 - Bátaafgreiðsla Fáskrúðsfirði | 11.3. 2207063 - Bátaafgreiðsla Eskifjörður | 11.4. 2202086 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022 | | |
|
12. 2207010F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 3 | Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 27. júlí sl. lögð fram til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar með fullnaðarumboði til afgreiðslu mála meðan leyfi bæjarstjórnar stendur. | 12.1. 2207097 - Umsókn um lóð | 12.2. 2207091 - Umsókn um lóð | 12.3. 2202144 - 730 Stekkjartún 9 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús | 12.4. 2202143 - 730 Stekkjartún 7 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús | 12.5. 2202142 - 730 Stekkjartún 2 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús | 12.6. 2207023 - Strandgata 58 - 735 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | 12.7. 1801091 - 735 Strandgata 64 - byggingarleyfi, breyting innanhúss | 12.8. 2203077 - 730 Búðarmelur 5a-b - Umsókn um lóð | 12.9. 2207093 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi | 12.10. 1905130 - Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og loftslagsmál | 12.11. 2207055 - Ósk um umsögn, Akstursíþróttasvæði, Aðalskipulagsbreyting Fljótsdalshérað | 12.12. 2207083 - Ný reglugerð um umferðarmerki í opið samráð | 12.13. 2207061 - Samráð á skipulagsstigi | 12.14. 2207048 - Ósk um umsögn, aðalskipulagsbreyting, Fjarðarheiðargöng | 12.15. 2207106 - Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi | 12.16. 2110069 - Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 3. Nóvember 2021 | 12.17. 2207117 - Umsagnrbeiðni rekstraleyfi The Bank Sleeping | | |
|
13. 2208006F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 4 | Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11. ágúst sl. lögð fram til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar með fullnaðarumboði til afgreiðslu mála meðan leyfi bæjarstjórnar stendur. | 13.1. 2208018 - Grenndarkynning Hrauntún 3-5 og 7-13 raðhúsarlóð | 13.2. 2207134 - Umsókn um lóð - 730 Hjallaleira21 | 13.3. 2207135 - Naustahvammur 54 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | 13.4. 2208007 - 740 Sæbakki 19 ABCD Byggingarleyfi | 13.5. 2204093 - 755 Óseyri - Framkvæmdaleyfi, efnistaka | 13.6. 2208028 - Umsókn um lóð Heiðarvegur 730 | 13.7. 2208027 - Umsókn um lóð Öldugata 730 | 13.8. 2205168 - 750 Beiðni um breytingu á heiti landsins - jarðarinnar Neðri-Vík í Blávík | 13.9. 2207133 - Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi á haustdögum 2022 | 13.10. 2207007F - Fjallskilanefnd - 1 | | |
|
14. 2208002F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 102 | Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 8. ágúst sl. lögð fram til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar með fullnaðarumboði til afgreiðslu mála meðan leyfi bæjarstjórnar stendur. | 14.1. 2208009 - Tímabundinn styrkur til sveitarfélaga vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta Síðari úthlutun | 14.2. 2207087 - Átak í að kynna trérennismíði | 14.3. 2203101 - Ungmennaráð 2022 | 14.4. 2207054 - Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð | 14.5. 2208014 - Íþróttahús Reyðarfjarðar - Opnunartími Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð felur fjármálastjóra að funda með sviðstjóra fjölskyldusviðs og formanni nefndarinnar um rekstrarniðurstöðu íþróttamálaflokksins. | | |
|
15. 2208003F - Félagsmálanefnd - 155 | Fundargerð félagsmálanefndar frá 9. ágúst sl. lögð fram til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir fundargerð félagsmálanefndar með fullnaðarumboði til afgreiðslu mála meðan leyfi bæjarstjórnar stendur. | 15.1. 2205172 - Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026 | 15.2. 2205195 - Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2022 | 15.3. 2208009 - Tímabundinn styrkur til sveitarfélaga vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta Síðari úthlutun | 15.4. 2208002 - Félag heyrnarlausra óskar eftir styrk | 15.5. 2207054 - Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð | | |
|
16. 2207007F - Fjallskilanefnd - 1 | Fundargerð fjallskilanefndar frá 10. ágúst sl. lögð fram til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir fundargerð fjallskilanefndar með fullnaðarumboði til afgreiðslu mála meðan leyfi bæjarstjórnar stendur. | 16.1. 2205302 - Erindisbréf fjallskilanefndar | 16.2. 2205172 - Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026 | 16.3. 2207099 - Úrgangsmál, dýrahræ og alm. úrgangur í dreifbýli | 16.4. 2207098 - Fjallskil og gangnaboð 2022 | 16.5. 1808042 - Fjárréttir í Fjarðabyggð | | |
|
17. 2202112 - Barnaverndarnefnd 2022 | Fundargerð barnaverndarnefndar frá 9. ágúst sl. lögð fram til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir fundargerð barnaverndarnefndar með fullnaðarumboði til afgreiðslu mála meðan leyfi bæjarstjórnar stendur. | | |
|