Til bakaPrenta
Bæjarráð - 816

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
03.10.2023 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305047 - Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstunda 2024
Farið yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2024 fyrir málaflokkinn. Tekið fyrir að nýju.
 
Gestir
Formaður íþrótta- og tómstundanefndar - 00:00
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs - 00:00
Deildarstjóri tómstunda- og frístundamála - 00:00
Deildarstjóri íþróttamannvirkja og íþróttamála - 00:00
2. 2305069 - Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2024
Farið yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun fyrir málaflokka sem heyra beint undir bæjarráð og gerð grein fyrir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2024. Tekið fyrir að nýju.
3. 2305061 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Farið yfir stöðu við vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2024. Vísað til áframhaldandi vinnu og næsta fundar bæjarráðs.
4. 2309204 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025
Vísað frá stjórn menningarstofu og safnastofunar gjaldskrá minjasafna 2025 og breyting á gjaldskrá 2024. Stjórnin samþykkir að hækka alla gjaldskrárliði um 100 kr. fyrir árið 2025. Stjórnin leggur til að felld verði út ákvæði um gjaldfrjálsan aðgang að söfnum gegn framvísun Fjarðabyggðarkorts en í stað þess verði tekin upp nýr gjaldskrárliður sem gildi í tiltekið safn og veiti aðgang í eitt ár að því safni. Gjaldið nemi 2.500 kr.
Bæjarráð vísar gjaldskránni til afgreiðslu samhliða gjaldskrám fyrir Fjarðabyggð í heild.
5. 2011203 - Stjórnkerfisnefnd 2020-2023
Bæjarráð sem stjórnkerfisnefnd ræðir um breytingar á stjórnkerfi Fjarðabyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024
6. 2309243 - Landamerkjamál Stuðla
Fram lögð til kynningar stefna vegna landamerkjamála í botni Reyðarfjarðar en stefna hefur verið birt sveitarfélaginu vegna landamerkja.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við lögfræðing sveitarfélagsins.
7. 2309258 - Til umsagnar 182. mál um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun og aðgerðaáætlun
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024 til 2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 til 2028.
Fram lagt til kynningar.
182. mál Tillaga til þingsályktunar tölvupóstur.pdf
182. mál Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.pdf
8. 2309254 - Ósk um umsögn vegna aflamarks Byggðastofnunar á Breiðdalsvík
Lagt er fyrir bæjarráð til umsagnar aflamark Byggðastofnunar fyrir Breiðdalsvík.
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að veita umsögn vegna aflamarksins.
Beiðni um umsögn Fjarðabyggðar vegna umsóknar um aflamark Byggðastofnunar.pdf
9. 2309210 - Umsókn um lóð Árdalur 13
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðaumsókn Elfar Arons Daðasonar um lóðina í Árdal 13 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
735 Árdalur 13 LB.pdf
10. 2309249 - Samkomulag um viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskólum og heimaþjónustu
Framlagt samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB um viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskólum og heimaþjónustu en gert er ráð fyrir að niður falli greiðslur sem samþykktar voru um viðbótarlaun af sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að útfærð verði aðlögun viðbótargreiðslna samanber minnisblað um breytingar sem þarf að gera. Vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
11. 2309050 - Aukaðalfundur Samtaka orkusveitarfélga 2023
Fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 19. september 2023 lögð fram til kynningar
Fundargerð aukaaðalfundar 19_09_2023.pdf
12. 2309260 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál. Fært til trúnaðarmálabókar.
Fundargerðir til staðfestingar
13. 2309026F - Hafnarstjórn - 301
Fundargerð hafnarstjórnar frá 25. september lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
13.1. 2309208 - Landtengingar skipa í Norðfjarðarhöfn
13.2. 2308149 - Mengunarmál í höfnum Fjarðabyggðar
13.3. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
14. 2309021F - Fræðslunefnd - 130
Fundargerð fræðslunefndar frá 26. september lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
14.1. 2305048 - Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024
14.2. 2309153 - Gjaldskrá frístundaheimila
14.3. 2309157 - Gjaldskrá húsnæðis grunnskóla
14.4. 2309160 - Gjaldskrá leikskóla 2024
14.5. 2309166 - Gjaldskrá tónlistarskóla 2024
15. 2309019F - Félagsmálanefnd - 169
Fundargerð félagsmálanefndar frá 19. september lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
16. 2309023F - Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 12
Fundargerð stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar frá 26. september lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
16.1. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
16.2. 2309058 - Gjaldskrá félagsheimila 2024
16.3. 2309057 - Gjaldskrá bókasafna 2024
16.4. 2309204 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025
16.5. 2211009 - Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
16.6. 1811023 - Lúðvíkshúsið endurbyggt
17. 2309014F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 35
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 26. september lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
17.1. 2303368 - Deiliskipulag Nes- og Bakkagil
17.2. 2307048 - Deiliskipulag Drangagil - endurskoðun
17.3. 2308105 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2024
17.4. 2309134 - Nesk Rútustæði Sólbakka
17.5. 2309162 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs
17.6. 2309156 - Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024
17.7. 2309164 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2024
17.8. 2309120 - Umsókn um stöðuleyfi
17.9. 2309104 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Gilsbakki 1
17.10. 2309019 - Erindi vegna gámasvæðis á Reyðarfirði
17.11. 2301174 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2023
17.12. 2309210 - Umsókn um lóð Árdalur 13
17.13. 2309214 - Tilkynning um kæru 111/2023, stjórnvald
17.14. 2309215 - Til umsagnar 3. mál frá nefnda- og greiningarsviði alþingis
17.15. 2203199 - Tjaldsvæði 2023
17.16. 2309222 - Búðarmelur 7a-c - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25 

Til bakaPrenta