Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 4

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
11.08.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður, Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Ingunn Eir Andrésdóttir varamaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Aron Leví Beck, skipulags- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208018 - Grenndarkynning Hrauntún 3-5 og 7-13 raðhúsarlóð
Fram lögð drög að grenndarkynningu fyrir lóðirnar Hrauntún 3 til 5 og 7 til 13 á Breiðdalsvík vegna umsóknar um parhúss og fjórbýli á lóðunum. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir grenndarkynningu og fagnar uppbyggingu á Breiðdalsvík.
Hrauntún 7-13 760 LB.pdf
Hrauntún 3-5 760 LB Drög.pdf
2. 2207134 - Umsókn um lóð - 730 Hjallaleira21
Framlögð lóðarumsókn Malbikunarstöðvar Austurlands þar sem sótt er um iðnaðarlóðina Hjallaleiru 21. Nefndin felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram og ræða við umsækjanda. Málið verður tekið upp að nýju á næsta fundi.
3. 2207135 - Naustahvammur 54 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi frá Heimi Snæ Gylfasyni þar sem sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús á lóð nr. 54 við Naustahvamm, Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
Naustahvammur 54 740 LB_undirritað.pdf
4. 2208007 - 740 Sæbakki 19 ABCD Byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir hönd Búðinga ehf. þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús að Sæbakka 19 á Norðfirði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað og að uppfylltum byggingarskilmálum lóðarinnar.
5. 2204093 - 755 Óseyri - Framkvæmdaleyfi, efnistaka
Fram lagður tölvupóstur frá Ívari Ingimarssyni vegna framkvæmdaleyfis fyrir malarnám á efni í landi Óseyrar á Stöðvarfirði. Námu hefur verið lokað og ekki gert ráð fyrir efnistöku í aðalskipulagi úr námunni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd afturkallar framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr malarnámu í landi Óseyrar.
6. 2208028 - Umsókn um lóð Heiðarvegur 730
Lögð fram fyrirspurn varðandi lóð fyrir spennustöð upp við Heiðarveg og Hæðargerði, við stríðsárasafn. Umhverfis og skipulagsnefnd hafnar umsókninni og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að finna heppilegri staðsetningu fyrir nýja spennistöð í samráði við umsækjanda.
REY_S000 Heiðarvegur.pdf
7. 2208027 - Umsókn um lóð Öldugata 730
Lögð fram fyrirspurn varðandi lóð fyrir spennustöð upp við Öldugötu, neðan við Austurveg. Umhverfis og skipulagsnefnd hafnar umsókninni og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að finna heppilegri staðsetningu fyrir nýja spennistöð í samráði við umsækjanda.
REY_S075 Öldugata.pdf
8. 2205168 - 750 Beiðni um breytingu á heiti landsins - jarðarinnar Neðri-Vík í Blávík
Framlögð beiðni um breytingu á nafni jarðarinnar Neðri Vík verði Blávík. Jörðin er á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir nafnabreytingu á jörðinni Neðri-Vík
loftmynd Neðri-Vík.pdf
9. 2207133 - Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi á haustdögum 2022
Framlagt erindi Landsamtaka landeigenda á Íslandi til kynningar um fyrirhugaðan aðalfund og starfsemi samtakanna.
Fundargerð
10. 2207007F - Fjallskilanefnd - 1
fundagerð fjallskilanefndar 10.8.2022 lögð fram til afgreiðslu
10.1. 2205302 - Erindisbréf fjallskilanefndar
10.2. 2205172 - Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026
10.3. 2207099 - Úrgangsmál, dýrahræ og alm. úrgangur í dreifbýli
10.4. 2207098 - Fjallskil og gangnaboð 2022
10.5. 1808042 - Fjárréttir í Fjarðabyggð
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta