Til bakaPrenta
Bæjarráð - 864

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
23.09.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2403158 - Rekstur málaflokka 2024
Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - júlí og skatttekjur og launakostnaður janúar - ágúst. Einnig samandregið rekstraryfirlit og rekstrarreikningur fyrir janúar - júlí 2024.
Rekstrarreikningur 07-2024.pdf
 
Gestir
Deildarstjóri fjármálasviðs - 00:00
Fjármálastjóri - 00:00
2. 2404213 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Umfjöllun um gjaldskrár Fjarðabyggðar og hækkunarstuðul í gjaldskrám.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum hækki að jafnaði um 2,5 % og aðrar gjaldskrár um 5,6%.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 00:00
Deildarstjóri fjármálasviðs - 00:00
3. 2303056 - Fjölmenningaráð
Vísað frá fjölskyldunefnd til fyrri umræðu í bæjarstjórn drögum að erindisbréfi fyrir fjölmenningarráð.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4. 2403167 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - breytingar 2024
Framlögð drög að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar vegna fjölmenningarráðs.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Tillaga að breytingum á samþykkt september 2024.pdf
5. 2212036 - Reglur um kjör kjörinna fulltrúa
Framlögð drög að breytingum á reglum um kjör fulltrúa Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Minnisblað um endurskoðun á reglum um launakjör kjörinna fulltrúa.pdf
6. 2407007 - Ágangsfé í landi Áreyja
Framlagður tölvupóstur landeiganda Áreyja vegna ágangs sauðfjár.
Bæjarráð vísar erindi til bæjarritara til skoðunar.
Tölvupóstur landeiganda Áreyja 18.9.24.pdf
7. 2409188 - Athöfn vegna snjóflóðanna 1974
Fjallað um viðburð til minningar um snjóflóðin 1974.
Vísað til forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra til vinnslu.
8. 2409036 - Haustþing SSA 2024
Framlögð til kynningar dagskrá haustþings ásamt drögum að ályktunum sem fjallað verður um á þinginu.
Dagskrá haustþings 2024.pdf
9. 2409178 - Aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga
Framlagt boð á aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga miðvikudaginn 9. október ásamt þess að auglýst er eftir framboðum í nýja stjórn.
Bæjarráð felur Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
Fundarboð.pdf
10. 2401142 - Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambandsins lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 951.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
11. 2409011F - Fjölskyldunefnd - 12
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 16. september lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
11.1. 2409078 - Samkomulag um samstarf vegna leigíbúða í búsetukjarna Reyðarfirði
11.3. 2408012F - Öldungaráð - 12
11.4. 2001250 - Sprettur -samþætting þjónustu
11.5. 2404072 - Kuldaboli 2024
11.6. 2409092 - Áfallamiðstöð
11.7. 2409113 - Fjárhagsáætlunagerð yfirferð gjaldskráa 2024
11.8. 2303056 - Fjölmenningaráð
11.9. 2409059 - Menntaþing 2024
12. 2409015F - Hafnarstjórn - 316
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 16. september.
12.1. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
12.2. 2404220 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2025
12.3. 2409069 - Varðandi afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa
12.4. 2402056 - Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2024
12.5. 2402027 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta