Til bakaPrenta
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 19

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
16.10.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Kristinn Þór Jónasson varaformaður, Elís Pétur Elísson aðalmaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Aron Leví Beck, Skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2406025 - Deiliskipulag Norðfjörður - tjaldsvæði
Svör við athugasemdum vegna auglýsinga á nýju deiliskipulagi Norðfjörður - tjaldsvæði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir drög að svörum við athugasemdum við auglýsingu og vísar erindinu til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn.
Tjaldsvæði_deiliskipulag_3244.pdf
DU2402 D01- A2 1000.pdf
2. 2410074 - Umsókn um lóð Blómsturvellir 31
Umsókn um lóð Blómsturvellir 31, Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir lóðarúthlutnunina og vísar erindinu í bæjarráð.
740 Blómsturvellir 31 LB.pdf
3. 2409052 - Umsókn um lóð Strandgata 46c
Umsókn um stækkun á lóð vegna nú þegar byggðrar viðbyggingar sem reist var í óleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu á stækkun lóðar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir frekari gögnum og leggja fyrir nefndina að nýju.
Strandgata 46c-A3-Afstöðumyndir stækkun lóðar.pdf
4. 2408102 - Framkvæmdaleyfi vegna efnstöku í Skuggahlíðarnámu
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnstöku í Skuggahlíðarnámu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir framkvæmdaleyfið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
240822SkuggahlíðNámaUms.pdf
5. 2409118 - Fjarlægja vinnubúðir að Hlíðabrekku 5 og 7, Fáskrúðsfirði.
Fjarlægja vinnubúðir að Hlíðabrekku 5 og 7, Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að fjarlægðar verði vinnubúðir við Híðarbrekku 5-7 á Fáskrúðsfirði á kostnað eiganda. Stöðuleyfi vinnubúðanna er útrunnið síðan 27.9.2023 og hefur eiganda, ítrekað, verið gert að fjarlægja þær en ekki hefur verið brugðist við þeim tilmælum. Er HAUST upplýst um málið og hefur einnig tilkynnt eiganda um að vinnubúðirnar eigi að fara af staðnum.
6. 2408065 - Lundargata 4 aðgengi
Aðgengi að Lundargötu 4, Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdarnefnd áréttar að aðgengi að Lundargötu 4 sé frá viðkomandi götu. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara bréfritara.
7. 2409108 - Erindi til Bæjarráðs vegna Sólvellir Breiðdalsvík, athafnasvæði
Erindi til Bæjarráðs vegna Sólvellir Breiðdalsvík, athafnasvæði. Erindið var einnig lagt fram á fundi Skipulags- og framkvæmdanefndar nr.17 þann 25.sept 2024. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra að fara yfir erindið frekar og leggja tillögur fyrir nefndina að nýju um úrvinnslu þess.
8. 2409149 - Opnunartíma ruslasvæðis á Stöðvarfirði
Ósk um breyttan opnunartíma móttökustöðvar á Stöðvarfirði. Lagt fyrir skipulags- og framkvæmdanefnd ósk um breyttan opnunartíma á móttökustöð á Stöðvarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd hefur nú til skoðunar málefni tengd móttökustöðvum og sorphirðu á næstu mánuðum í vinnu sinni. Erindinu er vísað til skoðunar í þeirri vinnu.
Opnunartíma ruslasvæðis á Stöðvarfirði.pdf
9. 2409211 - Framkvæmdir á eignarlóð að Strandgötu 94,735
Framlagt bréf Lögmannsstofu Sævars Þórs vegna fasteignarinnar að Strandgötu 94 í Fjarðabyggð og gildandi skipulags svæðisins og áætlana um göngustíg með fjörunni sem hluta af sjávarvörnum. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra að afla frekari gagna og leggja fyrir nefndina að nýju
10. 2409262 - Boð á Umhverfisþing
Framlagt boð á IIIX. Umhverfisþing. Umfjöllunarefni þingsins eru náttúruvernd, loftslagsmál og aðlögun að loftslagsbreytingum. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar boðið og felur sviðsstjóra að ákveða með þátttöku á þinginu.
Umhverfisþing 2024 dagskrá.pdf
11. 2409216 - Orka til fjarvarmaveita Hitaveitu Fjarðabyggðar
Lög fram til kynningar greinargerð fjármálastjóra um orkukaup fyrir fjarvarmaveitur. Bæjarráð samþykkti að gera samning um kaup á skerðanlegri orku í stað ótryggrar orku frá og með 1.11. 2024.
12. 2410045 - Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2024
Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 1. nóvember. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar boðið og felur sviðsstjóra að ákveða með þátttöku á þinginu.
Vegagerðin_2024 okt_Rannsóknaráðstefna_lores.pdf
13. 2409155 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2025
Tillaga að gjaldskrá Sorpsamlags Fjarðabyggðar. Skipulags- og framkvæmdarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti drög að gjalskrá og vísar henni til frekari umfjöllunar til bæjarráðs.
14. 2404221 - Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags - og framkvæmdanefndar 2025
Áframhaldandi umræða um starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar fyrir árið 2025. Skipulags- og framkvæmdarnefnd vísar áætluninni til frekari fjárhagsáætlunargerðar.
15. 2410067 - Skipulagsdagurinn 2024
Skipulagsdagurinn 2024. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar boðið og skipulags- og byggingarfulltrúi mun sækja skipulagsdaginn.
16. 2410082 - Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamanna
Kynning á umsókn í framkvæmdasjóð ferðamanna 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
17. 2304069 - Númerslausir bílar
Umræða um númeralausabíla og aðra lausafjármuni. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja átak í málefnum tengdum númerislausum bílum með umhverfi og ásýnd byggðalaganna í huga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta