Til bakaPrenta
Ungmennaráð - 9

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
15.11.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Elín Eik Guðjónsdóttir aðalmaður, Margarette B. Sveinbjörnsdóttir aðalmaður, Tinna Rut Hjartardóttir aðalmaður, Emilía Björk Ulathowska aðalmaður, Pálína Hrönn Garðarsdóttir aðalmaður, Katrín María Jónsdóttir aðalmaður, Unna Dís Guðmundsdóttir aðalmaður, Eyvör Rán Ívarsdóttir aðalmaður, Eyrún Inga Gunnarsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Eyrún Inga Gunnarsdóttir, Deildarstjóri tómstunda- og forvarnarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305168 - Til umsagnar 497. frumvarp til laga um breytingu á kosningalögummál (kosningaaldur)
Ungmennaráð telur að ef það eigi að lækka kosningaaldurinn sé mikilvægt að kynna fyrir öllum 16-18 ára hvað felst í því að kjósa og hvað þarf að hafa í huga. Þó velta þau fyrir sér hvort fólk á þessum aldri séu komin með þroska til að taka þátt í kosningum.
2. 2310130 - Tillaga Fjarðalistans og Framsóknarflokksins að tilfærslu félagsmiðstöðvarinnar Knellunnar.
Ljóst er að aðstaða Knellunar er óviðunandi og ungmennaráð tekur undir flutning Knellunar. Ungmennaráð vil hins vegar ítreka mikilvægi þess að börn og ungmenni á Eskifirði fái að láta skoðanir sínar í ljós m.t.t. hönnunar rýmisins.

Ungmennaráð vill vekja athygli á að húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Zveskjunnar er einnig óviðunandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta