Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 113

Haldinn í Molanum fundarherbergi 1 og 2,
17.08.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Birgir Jónsson formaður, Salóme Rut Harðardóttir varaformaður, Jónas Eggert Ólafsson aðalmaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Ingi Steinn Freysteinsson aðalmaður, Þóroddur Helgason embættismaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208048 - Fundaáætlun fræðslunefndar haustið 2022
Fyrir liggur tillaga að fundaáætlun fræðslunefndar fyrir haustið 2022. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
2. 2205211 - Tæknidagur Fjölskyldunnar 2022
Lagt fram til kynningar afgreiðsla á beiðni VA um aðstöðu í Íþróttamiðstöð Norðfjarðar fyrir Tæknidag fjölskyldunnar 2022. Bæjarstjórn hefur samþykkt beiðnina. Tæknidagur fjölskyldunnar mun fara fram laugardaginn 1. október 2022. Fræðslunefnd fagnar því að Tæknidagurinn verði aftur haldinn hér eystra.
3. 2208046 - Skólahald í Tónskóla Neskaupstaðar 2022-2023
Rætt um óvissu í kringum húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar. Rætt um stöðu framkvæmda og mögulegt húsnæði fyrir skólann ef flytja þarf alla starfsemi skólans í annað húsnæði á komandi skólaári. Málið verður til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs. Fræðslunefnd telur brýnt að vel verði að málum staðið með ákvarðanatöku og hagsmunir nemenda og starfsfólks hafðir að leiðarljósi.
4. 2207054 - Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð
Fyrir liggur niðurstaða úr Íslensku æskulýðsrannsókninnni (ÍÆ), en það er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr.70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun. Niðurstöðurnar eru úr fyrirlögn í Fjarðabyggð með samanburði við landstölur. Rannsóknin var rafræn og náði til nemenda í 4., 6. 8. og 10. bekk skólaárið 2021-2022. Rannsóknin verður lögð fyrir árlega. Rannsóknarniðurstöður verða kynntar í fræðslu-, íþrótta- og tómstundar og félagsmálanefnd, auk þess sem niðurstöðurnar eru kynntar starfsfólki sveitarfélagsins sem vinna með börnum og ungmennum. Lagt fyrir sviðsstjóra að taka saman stutta kynningu fyrir nefndina yfir helstu niðurstöður. Vísað til Ungmennaráðs Fjarðabyggðar.
Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð.pdf
5. 2205097 - Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2023
Farið var yfir undirbúningsvinnu vegna starfs- og fjárhagsáætlunargerðar í fræðslumálum fyrir árið 2023. Fræðslunefnd leggur til að skipaður verði starfshópur sem annist gerð aðgerðaráætlunar í fræðslu- og frístundamálum fyrir árin 2023-2025. Lagt er til að starfshópurinn verði skipaður fulltrúa úr fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd ásamt starfsmönnum þeirra nefnda. Fræðslunefnd tilnefnir Birgir Jónsson sem fulltrúa fræðslunefndar. Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar. Frekari umræðu um starfs- og fjárhagsáætlun vísað til næsta fundar nefndarinnar.
6. 2208060 - Skólabyrjun skólaársins 2022-2023
Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðunni í leik-, grunn- og tónlistarskólum í Fjarðabyggð, mönnun og framkvæmdir. Búið er að ráða í flestar stöður. Fræðslunefnd leggur áherslu á að framkvæmdir við skóla og skólalóðir séu þannig að ekkert rask verði á skólastarfi. Þessi mál verða að vera unnin með hagsmuni nemenda og starfsfólks í fyrirrúmi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta