Til bakaPrenta
Fjölskyldunefnd - 2

Haldinn í Búðareyri 2 fundarherbergi 2,
08.04.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Birgir Jónsson varaformaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Birta Sæmundsdóttir aðalmaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir , Magnús Árni Gunnarsson .
Fundargerð ritaði: Laufey Þórðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404044 - Skólafrístund
Sviðstjóra falið að uppfæra minnisblað í samræmi við ákvörðun nefndarinnar. Samþykkt að halda áfram yfirfærslu skólafrístundar barna til íþrótta- og tómstundarmála. Haldið verður áfram í næsta áfanga í Neskaupstað í haust.
2. 2004159 - Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa
Verkefnið heilsuefling eldri borgara kynnt fyrir fjölskyldunefnd.
3. 2306119 - Gott að eldast-samþætting þjónustu Fjarðabyggð og HSA
Verkefnið Gott að eldast kynnt fyrir fjölskyldunefnd. Farið yfir stöðu verkefnisins og viðræður við HSA um samþættingu þjónustu við eldri borgara.
4. 2312054 - Erindisbréf fjölskyldunefndar
Farið var yfir erindisbréf Fjölskyldunefndar. Samþykkt að uppfæra erindisbréfið með tilliti til athugasemda sem gerðar voru á fundinum. Málið tekið fyrir að nýju.
5. 2301106 - Búsetukjarni og skammtímavistun
Byggingu nýs búsetukjarna kynnt fyrir fjölskyldunefnd.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta