Til bakaPrenta
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 1

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
29.01.2024 og hófst hann kl. 14:15
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Stefán Þór Eysteinsson varaformaður, Jón Björn Hákonarson aðalmaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Ingunn Eir Andrésdóttir varamaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þórður Vilberg Guðmundsson, forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2312053 - Erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar
Framlagt erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar til kynningar fyrir nefndina.
Erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar Fjarðabyggðar.pdf
2. 2401155 - Gilsbakki 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Eyþórs Halldórsson, dagsett 19. janúar 2024, þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á lóðinni við Gilsbakka 10 á Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform og leggja niðurstöðu grendarkynningar fyrir nefndina.
3. 2401159 - Þinghólsvegur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn Svans Þórs Brandsonar f.h. eiganda um byggingaráform og byggingarleyfi, dagsett 19. janúar 2024, þar sem sótt er um leyfi til viðbyggingar við Þinghólsveg 5 á Mjóafirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að grendarkynna byggingaráform fyrir íbúum að Þinghólsvegi 3 og leggja niðurstöðu grendarkynningar fyrir nefndina.
4. 2401169 - Umsókn um lóð Sæbakki 17
Framlögð lóðaumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasona um lóðina að Sæbakka 17 í Neskaupstað, dagsett 22. janúar 2024. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar lóðaúthlutuninni til staðfestingar bæjarráðs.
5. 2401032 - Erindi til US vegna Grænt svæði á Fásk
Íbúar við Hlíðargötu og Skólaveg á Fáskrúðsfirði hafa farið fram á að erindi þeirra varðandi úthlutun lóðar við Hlíðargötu verði tekið fyrir að nýju í skipulags- og framkvæmdanefnd. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um úthlutun umræddrar lóðar. Byggingafulltrúa falið að skoða möguleika á byggingarlóðum utan við Hólsstíg með hæðakvóta lóða í huga. Erindið verður tekið fyrir í nefndinni þegar niðurstaða liggur fyrir varðandi úthlutun lóðarinnar.
Grænt svæði við Hlíðargötu 7-11 á Fáskrúðsfirði.pdf
deiliskipulag-faskrudsfjordur-hlidarbraut-hlidargata-skolavegur.pdf
Deiliskipulag_Holtahverfi.pdf
Erindi undirritað af íbúum.pdf
6. 2209189 - Ný staðsetning gámasvæða
Umræða varðandi málefni gámasvæðis á Reyðarfirði. Nefndin felur sviðsstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að skoða möguleika á gámasvæði við Kollaleiru og leggja fyrir nefndina að nýju.
7. 2310034 - Beiðni um uppsetningu hraðhleðslustöðva
Framlagðar hugmyndir InstaVolt að staðsetningum hraðhleðslustöðva í Fjarðabyggð. Skipulags- og framkvæmdanefnd lýst vel á framkomnar hugmyndir. Breyta þarf staðsetningu sem lögð er til í Neskaupstað og jafnframt að leggja til staðsetningu á Breiðdalsvík. Nefndin felur sviðsstjóra að útfæra svæðin, ef fleiri aðilar sýna áhuga á uppbyggingu hraðhleðslustöðva, og jafnframt að leggja fram tillögu að verðskrá.
InstaVolt Staðsetningar - Fjarðabyggð.pdf
8. 2311229 - Starfshópur um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna
Vísað frá bæjarráð til kynningar í skipulags- og framkvæmdanefnd fundargerð 3. fundar starfshóps um skipulagsmál og ofanflóðavarnir, auk samantektar á störfum hópsins.
Starfshópur um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna í Fjarðabyggð - fundargerð nr.3.pdf
9. 2312027 - Hundasvæði í Stöðvarfirði
Erindi varðandi hundasvæði á Stöðvafirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir erindið, og samþykkir hugmyndir að breytingu á hundasvæði á Stöðvarfirði. Framkvæmdin skal vera í samráði við skipulags- og umhverfisfulltrúa. Skipulags- og framkvæmdanefnd leggur til að aðkoma Fjarðabyggðar verði með sama sniði og á öðrum hundasvæðum í Fjarðabyggð, þ.e. bætt aðkoma, skilti og ruslatunna.
Skilgreint_hundasvaedi_755.pdf
Hundasvæði á Stöðvarfirði.pdf
10. 2401148 - Gjaldfrjálst aðgengi að móttökustöð með fjöruúrgang
Erindi Göngufélags Suðurfjarða um gjaldfrjáls aðgengi að móttökustöð vegna fjöruhreinsunar félagsins. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að tekið verði við því rusli sem tilfellur í fjöruhreinsun félagsins án endurgjalds. Verkefnastjóra umhverfismála falið að vera í sambandi við félagið varðandi nánari útfærslu.
Sorp úr fjöruhreinsunum.pdf
11. 2401140 - Upplýsingatækni - rafræn undirritun skjala byggingafulltrúa
Farið yfir stöðu mála varðandi innleiðingu á rafrænni undirritun byggingarfulltrúar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir kynninguna.
12. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Framlagt minnisblað verkefnastjóra umhverfismála vegna kostnaðar við grendarstöðvar. Verkefnastjóra umhverfismála falið að vinna áfram að málinu á grunni minnisblaðsins, leggja tillögu að endanlegri útfærslu fyrir nefndina ásamt útfærslum á tæmingu og kostnaði. Skipulagsfulltrúa falið að koma með tillögur að staðsetningum grendarstöðva.
Minnisblað - Grenndarstöð - málmur gler og textíll.pdf
13. 2401194 - Kynning WPD - Vindorka á Íslandi
Framlögð gögn með kynningu WPD um Vindorku á Íslandi. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
14. 2401189 - Fundaáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar vor 2024
Umræða um fundaáætlun nefndarinnar vorið 2024. Fundir skipulags- og framkvæmdanefndar verða á mánudögum og hefjast þeir kl. 16:00
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta