Til bakaPrenta
Bæjarráð - 880

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
27.01.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2306119 - Gott að eldast-samþætting þjónustu Fjarðabyggð og HSA
Framlögð drög að samningi Fjarðabyggðar og HSA um samþættingu stuðningsþjónustu í verkefninu Gott að eldast lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð yfirfór samninginn og vísar honum til sviðsstjóra fjölskyldusviðs til kynningar meðal starfsmanna. Samningur tekinn fyrir að nýju í bæjarráði af aflokinni kynningu meðal starfsmanna.
Lokadrög að samningi ym heimastuðning - SS.pdf
 
Gestir
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs - 00:00
2. 2501083 - Reglur um stuðningsþjónustu 2025
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs breyttum reglum um stuðningsþjónustu í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar samhliða samningi við Heilbrigðisstofnun Austurlands um verkefnið gott að eldast.
Minnisblað.pdf
 
Gestir
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs - 00:00
3. 2411050 - Reglur um frístundastyrk Fjarðabyggðar 2025
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs uppfærðum reglum um frístundastyrk Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Afnám lágmarksaldurs fyrir frístundastyrk.pdf
4. 2501110 - Stöðumat vegna rýminga og ofanflóðahættu
Bæjarstjóri gerði grein fyrir rýni almannavarna á rýmingu húsnæðis vegna ofanflóðahættu 19. og 20 janúar sl.
5. 2501138 - Rýming hesthúsa á snjóflóðahættusvæði
Framlagt erindi frá Dýraverndunarsambandi Íslands vegna rýmingar hesthúsa á snjóflóðahættusvæði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera í sambandi við lögreglustjóra vegna erindis en um er að ræða aðgerð á vegum embættisins vegna almannavarnarástands.
Rýming hesthúsa á snjóflóðahættusvæði.pdf
6. 2501115 - Verkfallsboðun LSS og ályktun félagsfundar
Framlögð verkfallsboðun Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna en boðað er til verkafalla sem hefjast 10. febrúar og tekur til mismunandi tímabila og starfsemi en alsherjarverkfall hefst 10. mars nk.
Vísað til slökkviliðsstjóra og sviðsstjóra mannauðs- og úrbótasviðs til skoðunar.
Ályktun_félagsfundar_LSS.pdf
Verkfallsboðun_SÍS.pdf
7. 2501143 - Umsókn um afnot íþróttahús Norðfjarðar vegna þorrablóts
Framlögð ósk Kommablótsins um styrk gegn afnotum af íþróttahúsinu í Neskaupstað fyrir þorrablót 30. janúar til 2. febrúar 2025.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Kommablótið sem nemur leigu hússins, tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Afnot íþróttahús Norðfjarðar vegna þorrablóts.pdf
8. 2501123 - Yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi
Framlögð yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli en 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta.
Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á Reykjavíkurborg, stjórnvöld og Isavia að tryggja flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar án tafar. Brýnir hagsmunir eru í húfi, þar sem óheft aðgengi að flugvellinum er lífsnauðsynlegt fyrir sjúkraflug, sem veitir veikum og slösuðum aðgang að bráðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum.
Á hverju ári eru fluttir um 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi, þar af um 630 til 650 til Reykjavíkur, og er óásættanlegt að lokun flugbrauta í myrkri takmarki þessa þjónustu. Ljóst er að slíkar takmarkanir gætu dregið úr lífslíkum eða batahorfum fjölda sjúklinga.
Bæjarráð hvetur aðila málsins til að leita allra leiða til úrbóta, í þágu jafns aðgangs allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu, eins og kveðið er á um í lögum og hefjast handa við það nú þegar.
Yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi.pdf
9. 1805262 - Fundargerðir upplýsingaöryggisnefndar
Framlögð sem trúnaðarmál fundargerð upplýsingaöryggisnefndar frá 22. janúar 2024.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina fyrir sitt leyti.
10. 2501124 - Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum
Framlögð til kynningar umsögn orkusveitarfélaga um frumvarp lögð fram til kynningar.
Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um mál nr. S-232-2024.pdf
11. 2412148 - Ársfundur Brákar 2025
Framlögð til kynningar fundargerð ársfundar Brákar íbúðafélags.
Fundargerð Ársfundar 2023 - Brák íbúðafélag hses.pdf
12. 2501152 - Skammtímafjármögnun 2025
Framlögð tillaga um framlengingu skammtímafjármögnunar Fjarðabyggðar 2025. Núverandi samningur við Íslandsbanka rennur úr 1.2.2025.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að endurnýja samning um yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka að fjárhæð 200 m.kr. Staðfestingu yfirdráttarheimildar vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
13. 2412098 - Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu leiguhúsnæðis
Framlögð drög yfirlýsingar vegna uppbyggingar á leiguhúsnæðis á vegum Bríetar leigufélags í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir efni yfirlýsingarinnar og felur bæjarstjóra að undirrita hana.
14. 2501158 - Beiðni um endurgjaldslaus afnot
Framlögð beiðni Verkmenntaskóla Austurlands þar sem óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af Egilsbúð vegna árshátíðar nemenda skólans.
Bæjarráð samþykkir að styrkja nemendafélag skólans sem nemur afnotum þess af Egilsbúð samanber beiðni þar af lútandi. Kostnaði mætt af liðnum óráðstafað 21690.
Bréf til bæjarráðs.pdf
15. 2501162 - Opið bréf vegna íþróttamála á Eskifirði
Framlagt opið bréf vegna íþróttamála á Eskifirði.
Bæjarráð Fjarðabyggðar þakkar fyrir erindið. Það er fullur skilningur á þeim áhyggjum sem fram koma í bréfinu og þeirri mikilvægu áherslu sem þar er lögð á lýðheilsu, hreyfingu og aðgang barna og samfélagsins alls að viðunandi íþróttaaðstöðu.
Eins og fram kemur í meirihlutasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er ríkur vilji til að tryggja uppbyggingu íþróttaaðstöðu á Eskifirði. Í því ljósi er unnið hörðum höndum að því að tryggja úrbætur sem allra fyrst.
Bæjarráð tekur undir með bréfriturum að nauðsynlegt sé að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi og leggja áherslu á lausnir sem bæta hreyfingaraðstöðu og stuðla að bættri lýðheilsu og velferð barna og íbúa Eskifjarðar. Bæjarráð mun fylgja eftir þessari brýnu umræðu og tryggja að íþróttaaðstaða á Eskifirði verði sett í forgang.
Loka niðurstaða, Opið bréf til Fjarðabyggðar.pdf
16. 2501087 - Íþróttahús á Eskifirði
Fjallað um íþróttahús á Eskifirði.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur fundað með fulltrúa R101 ehf. um byggingu íþróttahúss á Eskifirði og lýsir yfir ánægju með áhuga fyrirtækisins á verkefninu.
Bæjarráð er sammála um að halda áfram að útfæra verkefnið og er bæjarstjóra falið að vinna drög að greiningu fyrir forsendur þess með tilliti til kostnaðar og hugsanlegs leigusamnings.
Bæjarráð leggur áherslu á að útfærslur verði í samræmi við þarfir og stuðli að bættri íþróttaaðstöðu á Eskifirði.
 
Gestir
Róbert Óskar Sigurvaldason - 00:00
17. 2402151 - Stefnumörkun lögreglunnar Austurlandi
Lögreglustjóri og yfirlögregluþjónn fóru yfir stefnumörkun Lögreglustjórans á Austurlandi, stöðu embættisins og verkefni þess.
 
Gestir
Lögreglustjóri Austurlands - 00:00
Yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Austurlandi - 00:00
Fundargerðir til staðfestingar
18. 2501002F - Fjölskyldunefnd - 23
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 20. janúar.
18.2. 2501097 - Sumarlokun leikskóla 2025 og 2026
18.3. 2501098 - Ársuppgjör fjölskyldusviðs fyrir 2024
18.4. 2404099 - Fundaáætlun fjölskyldunefnda vor 2025r
18.5. 2411050 - Frístundastyrkur Fjarðabyggðar 2025
18.6. 2501083 - Reglur um stuðningsþjónustu 2025
18.7. 2412143 - Árangursskýrsla UNICEF á Íslandi - Árangur innanlands í 20 ár
18.8. 2411165 - Fjölmenningaráð
18.9. 2412137 - Jólasjóður 2024 - samantekt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta