Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 133

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
07.11.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Birgir Jónsson formaður, Salóme Rut Harðardóttir varaformaður, Jónas Eggert Ólafsson aðalmaður, Sigurjón Rúnarsson aðalmaður, Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Anna Marín Þórarinsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Anna Marín Þórarinsdóttir, Stjórnandi fræðsumála og skólaþjónustur


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310142 - Starfsáætlanir og skólanámskrár 2023-2024
Fræðslunefnd hefur kynnt sér starfsáætlanir og skólanámskrár leik-, grunn- og tónlistarskóla Fjarðabyggðar. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlanir og skólanámskrár skólaárið 2023-2024.
2. 2311038 - Sumarlokun leikskóla 2024
Fyrir liggur minnisblað um sumarlokun leikskóla 2024. Í minnisblaðinu eru lagðar fram tvær tillögur. Fræðslunefnd samþykkir fyrri tillöguna sem gerir ráð fyrir fjögurra vikna sumarlokun eða 20 virkum dögum og er það í samræmi við starfsáætlun í fræðslumálum og niðurstöðu starfshóps um sumaropnun leikskóla. Þá kemur fram að sumarlokun leikskólanna verði stillt af þannig að sumarlokun leikskólanna fimm spanni u.þ.b. tvo mánuði sumarsins. Lagt er til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2024 verði þessi:

Eyrarvellir Norðfirði 24.06-19.07 báðir dagar meðtaldir
Dalborg Eskifirði 08.07-06.08 báðir dagar meðtaldir
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 08.07-06.08 báðir dagar meðtaldir
Kæribær Fáskrúðsfirði 17.07-14.08 báðir dagar meðtaldir
Lyngholt Reyðarfirði 17.07-14.08 báðir dagar meðtaldir

Þá er athygli vakin á reglum um leikskóla í Fjarðabyggð, en samkvæmt þeim geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.
3. 2311039 - Starfshópur um verkefnið Brúum bilið
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu kynnti tillögu að starfshóp varðandi verkefnið Brúum bilið. Verkefnið miðar að því að brúa bilið milli skólastiga, það er elstu nemendur leikskólanna og 1.bekkjar grunnskólanna. Í starfshópnum munu sitja sérkennslustjórar leikskólanna, með aðkomu sérkennara grunnskólanna, en hópnum er ætlað mynda betri samfellu og umgjörð um verkefnið Brúum bilið.
Fræðslunefnd fagnar þessu verkefni.
4. 2311040 - Skýrsla stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fór yfir viðfangsefni leik-, grunn- og tónlistarskólanna í októbermánuði.
Fræðslunefnd þakkar greinagóða kynningu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta