| |
1. 2402161 - Æðavarp í landi Fjarðabyggðar | Æðavarp í landi Fjarðabyggðar. Vísað til baka frá bæjarráði til nánari útfærslu. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir minnisblað er varðar útboð á æðarvarpi í landi Kollaleiru í Reyðarfirði. Æðarvarp á svæðinu hefur vaxið og dafnað á svæðinu síðastliðin 15 ár, æðarfugl er friðlýstur og því ber sveitarfélaginu og gæta hans og vernda varpsvæðið. Mikilvægt er að gæta að jafnrétti almennings að nýtingarrétti á verðmætum á svæðinu og því telur nefndin best að fara þessa leið, það er að bjóða nýtingarréttinn út. Jafnframt er það æðarfuglinum og varpsvæðinu fyrir bestu að ákveðin umsjónaraðili hugsi um og hlúi að fuglinum fyrir og á meðan varptíma stendur. Þar sem málið hefur tafist og stutt er þangað til varp hefst er lagt til að útboðið verði aðeins til tveggja ára en aftur boðið út að þeim tíma liðnum með lengri fyrirvara. Nefndin vísar erindinu í bæjarráð.
| | |
|
2. 2405028 - Samantekt um íbúðaruppbyggingu í Fjarðabyggð síðan 2021 | Skipulags- og byggingarfullrúi fer yfir samantekt um íbúðaruppbyggingu í Fjarðabyggð síðan 2021. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir samantektina og fagnar aukinni eftirspurn lóða og þeim krafti sem verið hefur í uppbyggingu síðustu ár. Skipulags- og framkvæmdarnefnd hvetur fyrirtæki sem og einstaklinga til dáða í áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu til að mæta þörfum vaxandi samfélags.
| Minnisblað skipulagsfulltrúa v. samantektar um íbúðaruppbyggingu.pdf | | |
|
3. 2405120 - Búðareyri 10 - 730 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | Búðareyri 10 - 730 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. | | |
|
4. 2405051 - Byggingarleyfi Blómsturvellir 25 breytingar á þaki | Byggingarleyfi Blómsturvellir 25 breytingar á þaki. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin. | | |
|
5. 2006138 - 735 Eskifjarðarhöfn - Framkvæmdaleyfi, stækkun | Ósk um að framlengja leyfið til ágúst 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að framlengja leyfið til ágúst 2025. | | |
|
6. 2405046 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Strandgata 64 | Umsókn um breytingu á lóð og endurnýjun á lóðaleigusamningi Strandgata 64. Skipulags- og framkvæmdanefnd óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða nýtingu við stækkun lóðar. | | |
|
7. 2308105 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2024 | Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2024. Skipulags- og framkvæmdanefnd harmar synjun umsóknar í framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2024 er varðar áfangastaðinn Búðarárfoss í Reyðarfirði. Um er að ræða fullhannað verkefni sem væntingar stóðu til að hægt væri að hefja framkvæmdir sumarið 2024.
| Gæðamatsblað.pdf | Synjun umsóknar.pdf | | |
|
8. 2405102 - Umsókn um leyfi til að halda fiðurfé | Umsókn um leyfi til að halda fiðurfé. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir umsóknina og felur verkefnastjóra umhverfismála að gefa út leyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. | | |
|
9. 2405059 - Styrkir til fráveituframkvæmda 2024 | Vísað frá bæjarráði auglýsingu um styrkveitingar til fráveituframkvæmda. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að koma með tillögur að verkefnum sem hægt væri að sækja um í sjóðinn. | Stjórnarráðið _ Auglýst eftir umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda.pdf | | |
|
10. 2404096 - Breyting á samþykkt um fiðurfé | Breyting á samþykkt um fiðurfé. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á samþykkt um fiðurfé og vísar erindinu í bæjarráð. | Samþykkt um fiðurfé uppfærð.pdf | Minnisblað vena breytinga á samþykkt um fiðurfé.pdf | | |
|
11. 2405125 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir kofa | Umsókn um stöðuleyfi fyrir kofa. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
| | |
|
12. 2404221 - Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags - og framkvæmdanefndar 2025 | Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að útfærslu á afslætti á gatnagerðargjöld samkvæmt umræðum á fundinum. Einnig felur nefndin verkefnastjóra umhverfismála að leggja fyrir tillögu að hægræðingu í úrgangsmálum í samræmi við niðurstöður sprettfundar.
| | |
|
13. 2209189 - Ný staðsetning gámasvæða | Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu að nýrri staðsetningu gámasvæðis á Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð. Nefndin hvetur gámaeigendur þó til að velja frekar gámasvæði á Eskifirði sem er betur útbúið, gámasvæði við Mjóeyrarhöfn verður víkjandi fyrir annarri starfsemi. Sviðstjóra falið að upplýsa gámaeigendur um nýja staðsetningu og hafa eftirlit með flutning gáma. Gámaeigendur bera kostnað af flutning og skulu gámar vera farnir fyrir 14. júní 2024. | | |
|