Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 287

Haldinn í Fræðslumolanum Austurbrú,
07.11.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir varamaður, Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður, Ingi Steinn Freysteinsson varamaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Marinó Stefánsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209172 - Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023
Lögð fram drög að gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023. Hafnarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá samkvæmt umræðum á fundi og vísar henni til bæjarstjórnar.
2. 2010159 - Breytingar á deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur áður samþykkt að senda tillöguna í auglýsingu.
3. 2204067 - Stækkun Mjóeyrarhafnar - annar áfangi, umhverfismat
Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar vegna umhverfismatsskýrslu 2.áfanga Mjóeyrarhafnar
4. 2210158 - Sjóvarnir við Egilsbraut 26, Neskaupstað
Lögð fram kostnaðargreining á gerð sjóvarnargarðs við Egilsbraut 22 og 26 í Neskaupstað. Hafnarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við framlögð gögn og umræður á fundinum.
5. 2210189 - Óhirt og munaðarlaus veiðarfæri
Lagt fram til kynningar erindi frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem óskað er eftir því að fulltrúar hafna snúi sér til samtakanna ef munaðarlaus veiðarfæri eru á þeirra umráðasvæði og fái aðstoð við að ráða úr þeim vanda. Erindið er sent á allar aðildarhafnir Hafnasambands Íslands.
7. 2206091 - Hafnasambandsþing 2022
Lagðar fram til kynningar ályktanir sem samþykktar voru á Hafnasambandsþingi sem haldið var í Ólafsvík 27.-28.október síðastliðinn.
Fundargerðir til kynningar
6. 2202086 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022
Lögð fram til kynningar fundargerð 446.fundar Hafnasambands Íslands
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta