Til bakaPrenta
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 14

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
07.11.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Birta Sæmundsdóttir formaður, Pálína Margeirsdóttir varaformaður, Elsa Guðjónsdóttir aðalmaður, Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm aðalmaður, Benedikt Jónsson aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Fram lögð til kynningar starfsáætlun fyrir menningarmál eins og hún var lögð fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu.
2. 2310047 - Erindi varðandi niðurfellingu fasteignagjalda
Fram lögð til kynningar afgreiðsla bæjarráðs á erindi frá Víkinni fögru um styrk til greiðslu fasteignaskatts af Frystihúsinu í Breiðdal.
Reglur-fjardabyggdar-um-styrkveitingar-til-greidslu-fasteignaskatts.pdf
3. 2310119 - Bréf varðandi Egilsbúð
Framlagt bréf Árshátíðarnefndar HSA 2023 vegna Egilsbúðar á Norðfirði.
Stjórnin felur bæjarritara að fara yfir þær ábendingar sem fram koma í erindi nefndarinnar.
4. 2211009 - Menningarmót í Fjarðabyggð
Farið yfir undirbúning og skipulag dagskrár á menningarmótunum sem haldin verða 14. og 15. nóvember n.k.
Unnið verður áfram að undirbúningi af hálfu menningarstofu ásamt stjórn þar sem mótað verði skipulag fyrir skemmtilegt mót.
Menningarmót Menningarstofu - Tillaga SMS 2023_September.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:21 

Til bakaPrenta