Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 283

Haldinn í fjarfundi,
06.09.2022 og hófst hann kl. 11:30
Fundinn sátu: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Marinó Stefánsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208171 - Erindi til hafnarstjórnar vegna Breiðdalsvíkurhafnar
Bréf frá Stefáni Höskuldssyni frá 29. ágúst 2022 um málefni sem varða aðstöðu við höfnina á Breiðdalsvík. Hafnarstjórn þakkar Stefáni fyrir ábendingarnar. Brugðist hefur verið við ábendingum um lagfæringar og unnið er að endurbótum.
2. 2109186 - Erindi vegna bryggju og frárennslisrörs á Breiðdalsvík
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs varðandi erindi Elís Péturs Elíssonar vegna bryggju og frárennslisrörs á Breiðdalsvík. Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í verkefnið á grundvelli minnisblaðs.
3. 2209023 - Stormpolli á Mjóeyrarhöfn
Eimskip óskaði eftir því að settur yrði upp stormpolli vestan við núverandi kant á Mjóeyrarhöfn þar sem hætta væri á því að núverandi búnaður gæfi sig ef hnykkur kæmi á skip þeirra.
Lagðar fram tillögur og teikningar af færanlegum stormpolla sem mun þannig nýtast í framtíðarstækkun Mjóeyrarhafnar. Hafnarstjórn samþykkir að hafinn verði undirbúningur að gerð stormpolla. Framkvæmdasviði falið umhald framkvæmdarinnar ásamt því að fá sundurliðun kostnaðar og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
4. 2209026 - Umsókn um styrk vegna viðhalds á bryggju í Viðfirði
Lögð fram umsókn Viðfjarðar sf. um styrk vegna viðhalds á bryggju í Viðfirði. Hafnarstjórn samþykkir styrk á grundvelli reglna um viðhald og endurgerð gamalla bryggja. Verkefnastjóra hafna falið að ganga frá afgreiðslu styrksins.
5. 2101071 - Fóðurprammi sekkur við Gripalda
Fóðurprammanum Munin var náð upp af hafsbotni og hann fluttur að bryggju á Reyðarfirði. Farið yfir stöðu mála í aðgerðunum. Á næstunni er von á frekari búnaði til aðgerðanna.
6. 2207045 - Ósk um umsögn um strandsvæðisskipulag Austfjarða
Lögð fram til samþykkis umsögn Fjarðabyggðar við strandsvæðisskipulagi Austfjarða. Skilafrestur er til 15.september. Hafnarstjórn samþykkir umsögnina með lítilsháttar breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
7. 2209012 - Ráðstefnan Lagarlíf
Ráðstefnan Lagarlíf verður haldin 20.-21.október á Grand Hótel Reykjavík. Efni ráðstefnunnar verður fiskeldi, í sjó og á landi. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
8. 2203147 - Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2022
Lagt fram til kynningar þakkarbréf Sjávarútvegsskóla unga fólksins ásamt frétt sem tekin var saman um skólann.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til bakaPrenta