Til bakaPrenta
Bæjarráð - 828

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
08.01.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Jón Björn Hákonarson varamaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir varamaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303071 - Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur og fjárfestingar janúar - október 2023 og yfirlit yfir skatttekjur og launakostnað janúar - nóvember 2023. Einnig lagt fram deildayfirlit í málaflokkum sveitasjóðs fyrir janúar - október.
2. 2310035 - Útboð almenningssamgangna í Fjarðabyggð 2024-2027
Framlagt minnisblað um niðurstöðu viðræðna við tilboðsgjafa vegna almenningssamganga 2024 - 2026.
Bæjarráð samþykkir tillögu að uppfærðum samningi um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð og vísar kostnaði umfram fjárhagsáætlun ársins til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024.
3. 2310039 - Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2024
Lögð fram til kynningar tillögu fjármálastjóra að forsendum húsnæðisáætlunar 2024 fyrir Fjarðabyggð og langtímaþróun 2024-2033 sbr. fund bæjarráðs frá 9. október 2023.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög sem verða útfærð nánar og lögð fyrir bæjarráðsfund að nýju.
4. 2401035 - Skerðing á rafmagni til fjarvarmaveitna
Lagðar fram tilkynningar frá Landsvirkjun og Orkusölunni um skerðingu á rafmagni til fjarvarmaveita Fjarðabyggðar frá 18. janúar 2024.
5. 2312159 - Framlög í þágu farsældar barna
Fram lagt minnisblað varðandi aukið vinnuálag tengt nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og framlög vegna farsældar barna.
Bæjarráð frestar umfjöllun til næsta fundar.
6. 2312011 - Íbúafundir í janúar 2024
Farið yfir skipulag íbúafunda í janúar 2024.
7. 2401017 - Erindi varðandi nýja opnunartíma móttökustöðva
Framlagt erindi frá íbúasamtökum Stöðvarfjarðar varðandi opnun gámavalla á Stöðvarfirði.
Bæjarráð þakkar ábendingu en finnst leitt ef ekki hafi borist viðeigandi svör vegna breytinga á opnunartíma þjónustumiðstöðva. Breytingar á opnunartíma verða metnar þegar líður á árið.
Til bæjarráðs.pdf
8. 2312145 - Erindi frá íbúasamtökum Fáskrúðsfjarðar vegna sundlaugar
Framlagt erindi frá íbúasamtökunum á Fáskrúðsfirði varðandi sundlaugina á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð þakkar erindið en ekki hafa verið teknar ákvarðanir um einstaka ráðstafanir í rekstri íþróttamannvirkja. Starfshópur á vegum sveitarfélagsins er að störfum sem fjallar um framtíðarfyrirkomulag íþróttamannvirkja en hann mun skila bæjarstjórn tillögum sínum á næstu vikum.
Sundlaugin.pdf
9. 2312149 - Erindi til sveitarstjórnar
Fram lagt erindi frá Upplýsingu fagfélagi bókasafna og upplýsingafræða varðandi málefni bókasafna í Fjarðabyggð.
Bæjarráð þakkar gagnlegar ábendingar og vísar því til stjórnar menningarstofu.
Erindi til Fjarðabyggðar.pdf
10. 2312028 - Forvarnateymi Fjarðabyggðar 2023-2024
Kynnt samantekt á starfi forvarnateymis Fjarðabyggðar árið 2023.
Samantekt á störfum forvarnateymis Fjarðabyggðar 2023.pdf
11. 2312056 - Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg
Framlögð drög að umsögn vegna frumvarps til laga um sjávarútveg og sjávarútvegsstefnu yfirvalda.
Bæjarstjóra falið að fara yfir umsagnir og senda inn.
12. 2312045 - Frumvarp til laga um lagareldi
Framlögð drög að umsögn við frumvarpi um lög um lagareldi.
Bæjarstjóra falið að fara yfir umsagnir og senda inn.
Fundargerðir til staðfestingar
15. 2312014F - Hafnarstjórn - 306
Fundargerð 306. fundar hafnarstjórnar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
15.1. 2312117 - Rekstur Fjarðabyggðarhafna
15.2. 2312088 - Skemmtiferðaskip fundur um tekjur 2023
15.3. 2312006 - Úthlutun byggðakvóta 2023 og 2024
15.4. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
Fundargerðir til kynningar
13. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Fundargerð 940. fundar stjórnar sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 940.pdf
14. 2312109 - Aðafundur Héraðsskjalasafns Austurlands 2023
Fundargerð aðalfundur Héraðsskjalasafns Austurlands 2023, ásamt gögnum sem lágu fyrir fundinum, lögð fram til kynningar.
Stjórnarfundur 21. desember 2023.pdf
Fundargerð aðalfundar 22. desember 2023.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta