Til bakaPrenta
Bæjarráð - 842

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
08.04.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2403162 - Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2023
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2023 lagður fram til afgreiðslu fyrir bæjarráð. Endurskoðandi Fjarðabyggðar kynnti niðurstöður ársreiknings. Bæjarráð undirritar ársreikning 2023 ásamt bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir ársreikninginn og vísar honum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
 
Gestir
Birgir Jónsson bæjarfulltrúi - 00:00
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir bæjarfulltrúi - 00:00
Deildarstjóri fjármálasviðs - 00:00
Sigurjón Arnarson endurskoðandi - 00:00
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00
Kristinn Þór Jónasson bæjarfulltrúi - 00:00
Fjármálastjóri - 00:00
2. 2404045 - Málefni Verkmenntaskóla Austurlands
Skólameistari og gæðastjóri fóru yfir málefni Verkmenntaskólans.
Bæjarráð þakkar kynninguna og leggur áherslu á áframhaldandi gott samstarf við skólann.
 
Gestir
Birgir Jónsson gæða- og verkefnastjóri Verkmenntaskól Austurlands - 00:00
Eydís Ásbjörnsdóttir skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands - 00:00
3. 2404038 - Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar
Framlögð beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar á Akureyri.
Vísað til fjölskyldunefndar.
Erindi sveitarstjórn Bjarmahlíð 5 ára.pdf
4. 2308105 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2024
Sviðsstjóri fór yfir umsóknir og framkvæmdir vegna áfangastaða ferðamanna og styrkja frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Áfram verður unnið að lokun verkefna sem eru í gangi. Staða verkefna yfirfarin í sumar að nýju.
 
Gestir
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00
5. 2404011 - Reglur Fjarðabyggðar um þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögum að breyttum reglum Fjarðabyggðar um þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk.
Bæjarráð vísar reglunum til frekari útfærslu hjá fjölskyldunefnd.
6. 2305266 - Slökkvilið Fjarðabyggðar - málefni
Málefni fært til trúnaðarmálabókar.
7. 2404058 - Suðurfjarðavegur - framkvæmdir
Framlögð bókun bæjarráðs um Suðurfjarðaveg.
Fjarðabyggð skorar á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að flýta framkvæmdum við Suðurfjarðaveg með því að endurskoða forgangsröðun í framlagðri samgönguáætlun sem er til meðferðar á nefndarsviði Alþingis.

Fjarðabyggð krefst þess að lokið verði verkhönnun allra áfanga Suðurfjarðavegar á árinu 2024 þannig að þeir verði tilbúnir til útboðs. Mörg alvarleg slys hafa orðið á veginum á undanförnum árum enda eru margir hlutar hans hættulegir samkvæmt alþjóðlegum umferðarstöðlum með fjölmörgum blindhæðum, hlykkjum og einbreiðum brúm sem standast ekki þungatakmarkanir. Ört vaxandi umferðarþungi flutninga, ferðamanna sem og annarra ökumanna kallar á tafarlausar úrbætur.

Fjarðabyggð leggur þunga áherslu á að framkvæmdum í Reyðarfjarðarbotni verði lokið ekki seinna en í árslok 2025 enda tenging atvinnulífs Suðurfjarða við eina stærstu vöruflutningahöfn landsins á Mjóeyrarhöfn. Brúin yfir Sléttuá er umferðarþyngsta einbreiða brú á Austurlandi og er jafnframt ein elsta brúin á hringveginum í dag. Brúin ber ekki þungavinnuvélar sem hefur ollið vandræðum í uppbyggingu atvinnusvæða í Fjarðabyggð en ferðast þarf með þungavinnuvélar yfir Sléttuá á vaði með tilheyrandi kostnaði, töfum og raski á umhverfinu. Í beinu framhaldi af þeim framkvæmdum þarf að hefja endurgerð annarra vegkafla og brúa á Suðurfjarðavegi enda hafa ekki átt sér stað neinar endurbætur á honum frá því lagt var bundið slitlag á gamlan ófullnægjandi veg fyrir um 35 árum síðan.

Verðmætasköpun í Fjarðabyggð er hlutfallslega stór hluti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvegir þess afla verulegra gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Samgöngur eru undirstaða kraftmikillar uppbyggingar atvinnulífsins sem kallar jafnframt á stóraukna umferð á svæðinu, m.a. vegna skóla-, þjónustu- og atvinnusóknar sem hluta af eðlilegum lífsgæðum og þjónustuaðgengis. Mikið er um flutning á afurðum og vörum til og frá höfnum svæðisins og á milli fyrirtækja vegna álframleiðslu, sjávarútvegs og laxeldis svo dæmi séu nefnd. Fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu sem byggir á öruggum og greiðum samgöngum eru tafir á úrbótum veruleg hindrun.

Það er ljóst að íbúar og samfélagið í Fjarðabyggð er að leggja sitt af mörkum til þjóðarbúsins en miðað við fyrirliggjandi drög að samgönguáætlun þá eru ekki gert ráð fyrir nýframkvæmdum innan sveitarfélagsins fyrr en á síðari hluta fyrsta tímabils. Þetta er óásættanleg staða fyrir íbúa og atvinnulíf sveitarfélagsins.
Fundargerðir til staðfestingar
8. 2403023F - Fjölskyldunefnd - 1
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 4. apríl tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
8.1. 2404011 - Reglur Fjarðabyggðar um þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk
8.2. 2309181 - Starfshópur fræðslumála 2023
8.3. 2403289 - Kennslutímamagn grunnskóla Fjarðabyggðar 2024-2025
8.4. 2403211 - Skólavogin_foreldrakönnun leik- og grunnskóla 2024
8.5. 2403150 - Skóladagatöl 2024-2025
8.6. 2403217 - Starfshópur um nýtingu mannvirkja
8.7. 2403232 - Til umsagnar 143. mál. Málefni aldraðra
8.7. 2403050 - Norrænnamót heyrnarlausra 2025-2026, ósk um styrk
9. 2404002F - Skipulags- og framkvæmdanefnd - 6
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 4. apríl tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
9.1. 2402159 - Drög að breytingum á reglum um stöðuleyfi lausafjármuna.
9.2. 2403147 - Breyting á endurgjaldi sérstakrar söfnunar 2023 og 2024
9.3. 2403217 - Starfshópur um nýtingu mannvirkja
9.4. 2403230 - Einangrun og kynding í Fjarðabyggðarhöllina
9.5. 2403224 - Styrkvegir í Fjarðabyggð 2024
9.6. 2404016 - Viðhald og nýframkvæmdir gatna Fjarðabyggð 2024
9.7. 2402261 - Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu - ábendingar og tillögur
9.8. 2403283 - Saman gegn sóun - tækifæri til að hafa áhrif á nýja stefnu um úrgangsforvarnir
10. 2404003F - Hafnarstjórn - 309
Fundargerð hafnarstjórnar frá 4. apríl tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
10.1. 2312117 - Rekstur Fjarðabyggðarhafna
10.2. 2210158 - Sjóvarnir við Egilsbraut 26, Neskaupstað
10.3. 2206100 - Öryggismál hafna
10.4. 2403216 - Styrkir til Orkuskipta
10.5. 2403225 - Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2024
10.6. 2011054 - Málefni Hafnargötu 31 á Fáskrúðsfirði
10.7. 2402027 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta