Til bakaPrenta
Fjölskyldunefnd - 4

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
22.04.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Birgir Jónsson varaformaður, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Sigurjón Rúnarsson varamaður, Salóme Rut Harðardóttir varamaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Snorri Styrkársson , Inga Rún Beck Sigfúsdóttir , Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir , Magnús Árni Gunnarsson .
Fundargerð ritaði: Laufey Þórðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404149 - Fjárhagsáætlunar vinna 2025
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025
2. 2403289 - Kennslutímamagn grunnskóla Fjarðabyggðar 2024-2025
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á kennslutímaúthlutun grunnskóla Fjarðabyggðar. Breytingar fela í sér nýjan úthlutunarflokk sem felur í sér sértæka úthlutun (ílags úthlutun) til nemenda sem þarfnast viðbótarstuðnings. Með breytingunni verður kennslutímaúthlutun til handa nemendum með auknar stuðningsþarfir gagnsærri, bæði fyrir skólana og foreldra nemendanna. Vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

 
Gestir
Guðlaug Árnadóttir - 00:00
3. 2404169 - Mönnun leikskóla 2024
Umræða um möguleika til að draga úr álagi í leikskólum, auðvelda mönnun og styrkja faglegt starf enn frekar. Kynntar voru leiðir sem önnur sveitarfélög hafa verið að fara til að draga úr álagi leikskóla. Fjölskyldunefnd mun taka frekari umræðu um útfærslur og reynslu annarra sveitarfélaga á næstu fundum nefndarinnar.
 
Gestir
Lisa Lotta Björnsdóttir - 00:00
4. 2403280 - Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar
Vakin athygli á vorráðstefnu Ráðgjafar og greiningarstöðvar
5. 2303428 - Vallavinnusamningur 2023-2025
Fjölskyldnefnd samþykkir samning við knattspyrnyfélag Austfjarða um rekstur Eskjuvallar á Eskifirði og leggur fyrir bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
6. 2404150 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2024
Framlagt fundarboð aðalfundar Landskerfis bókasafna sem haldinn verður 7. maí nk.
Fundargerð
7. 2403020F - Ungmennaráð - 13
Fundagerð Ungmennaráðs tekin til afgreiðslu
7.1. 2403228 - Umræðupunktar til ungmennaráðs frá skólaþingi Grunnskóla Reyðarfjarðar
8. 2403007F - Ungmennaráð - 12
Fundagerð ungmennaráðs tekin til afgreiðslu
8.1. 2403088 - Erindi til ungmennaráðs vegna fræðslu og forvarna
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta