Til bakaPrenta
Fjölskyldunefnd - 8.

Haldinn í Búðareyri 2 fundarherbergi 2,
27.05.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Birta Sæmundsdóttir aðalmaður, Helga Rakel Arnardóttir varamaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Magnús Árni Gunnarsson .
Fundargerð ritaði: Laufey Þórðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2405027 - Heilsuefling 60+
Kynnt erindi frá Landssambandi eldri borgara og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands um heilsueflingu eldri borgara. Samstarfsverkefnið er sprottið út frá hluta af aðgerðaráætlun verkefnisins Gott að eldast (B1, C1 og C3) og Bjartur lífsstíll.
2. 2405135 - Leikskólapláss á Breiðdalsvík
Farið yfir málefni leikskólans í Breiðdal. Fjölskyldunefnd kallar eftir minnisblaði frá skólastjóra Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla um aukna samnýtingu á húsnæði grunn- og leikskóla þannig að hægt sé að taka á móti börnum á biðlista eftir leikskólaplássi. Minnisblaðið skal innifela leiðir til að mæta þörfinni eins og hún er á þessum tímapunkti þannig að hægt sé að gera bráðabirgðaráðstafanir fyrir haustönn 2024.

3. 2405137 - Aðgengi barna úr Grindavík að frístundastarfi og vinnuskólum sumarið 2024.
Alþingi hefur samþykkt lög um um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ.
Framkvæmdanefndin mun fara með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða,
tryggja skilvirka samvinnu við sveitarstjórn og opinbera aðila og hafa heildaryfirsýn yfir málefnum Grindavíkurbæjar.
Nefndin mun starfrækja þjónustuteymi sem samþætta þjónustu fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, m.a. þegar kemur að skóla- og frístundastarfi, félagsþjónustu, barnaverndarþjónustu,
þjónustu við eldra fólk, fatlað fólk og aðra viðkvæma hópa og stuðningi á sviði húsnæðis og
vinnumarkaðsmála. Fjölskyldunefnd Fjarðabyggðar lýsir sig reiðubúna til samstarfs og samvinnu við framkvæmdanefndina og býður íbúum og þjónustuþegum sem þurfa aðstoð og/eða þjónustu velkomna.
4. 2405159 - Upplýsingar um leik- og grunnskóla og frístundastarf Grindavíkur
Alþingi hefur samþykkt lög um um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ.
Framkvæmdanefndin mun fara með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða,
tryggja skilvirka samvinnu við sveitarstjórn og opinbera aðila og hafa heildaryfirsýn yfir málefnum Grindavíkurbæjar.
Nefndin mun starfrækja þjónustuteymi sem samþætta þjónustu fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, m.a. þegar kemur að skóla- og frístundastarfi, félagsþjónustu, barnaverndarþjónustu,
þjónustu við eldra fólk, fatlað fólk og aðra viðkvæma hópa og stuðningi á sviði húsnæðis og
vinnumarkaðsmála. Fjölskyldunefnd Fjarðabyggðar lýsir sig reiðubúna til samstarfs og samvinnu við framkvæmdanefndina og býður íbúum og þjónustuþegum sem þurfa aðstoð og/eða þjónustu velkomna.
5. 2403094 - Umsókn um íþróttastyrk
YFF óskar eftir styrk fyrir félög önnur en meginfélög. Fjölskyldunefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 2,000,000 kr.
6. 2404204 - Umsókn um íþróttastyrk
Hestamannafélagið Blær sækir um rekstrar- og uppbyggingarstyrk. Fjölskyldunefnd samþykkir samning til þriggja ára við Hestamannafélagið Blæ fyrir rekstrar- og uppbyggingarstyrk að upphæð 4.000.000 sem hækkar um 3% milli ára.
7. 2404227 - Umsókn um íþróttastyrk
Siglingaklúbbur Austurlands sækir um rekstrar- og uppbyggingarstyrk. Fjölskyldunefnd samþykkir samning við Siglingaklúbbinn um rekstrar- og uppbyggingarstyrk að upphæð 600.000 til þriggja ára með 3% á milli ára.
8. 2404232 - Umsókn um íþróttastyrk
Skíðafélag Fjarðabyggðar (SFF) sækir um samvinnustyrk. Fjölskyldunefnd samþykkir að veita SFF styrk að upphæð 1.000.000
9. 2404235 - Umsókn um íþróttastyrk
Knattspyrnufélag Austfjarða sækir um styrk til félaga annara meginfélaga. Fjölskyldunefnd samþykkir að veita félaginu 1.000.000 kr.
10. 2404237 - Umsókn um íþróttastyrk
Knattspyrnufélag Austfjarða sækir um samvinnustyrk. Fjölskyldunefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 3,681,022 kr.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta