Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 134

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
12.12.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Birgir Jónsson formaður, Salóme Rut Harðardóttir varaformaður, Jónas Eggert Ólafsson aðalmaður, Sigurjón Rúnarsson aðalmaður, Bryngeir Ágúst Margeirsson varamaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Anna Marín Þórarinsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Anna Marín Þórarinsdóttir, Stjórnandi fræðsumála og skólaþjónustur
Bryngeir Margeirsson fór út af fundi vegna óviðráðanlegra aðstæðna kl 17:36


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 2310107 - Rekstrarkostnaður leikskóla 2022
Lagt fram til kynningar rekstrarupplýsingar leikskóla fyrir árið 2022.
3. 2311038 - Sumarlokun leikskóla 2024
Fyrir liggja óskir um breytingu á sumarlokun leikskólanna frá Kærabæ og Dalborg. Fræðslunefnd tók málið fyrir og samþykkir breytinguna. Sumarlokun leikskólanna verður því þessi:

Eyrarvellir Norðfirði 24.06-19.07 báðir dagar meðtaldir
Dalborg Eskifirði 10.07-07.08 báðir dagar meðtaldir
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 08.07-06.08 báðir dagar meðtaldir
Kæribær Fáskrúðsfirði 15.07-09.08 báðir dagar meðtaldir
Lyngholt Reyðarfirði 17.07-14.08 báðir dagar meðtaldir

Þá er athygli vakin á reglum um leikskóla í Fjarðabyggð, en samkvæmt þeim geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.
4. 2310106 - Rekstrarkostnaður grunnskólanna 2022
Lagt fram til kynningar rekstrarupplýsingar grunnskóla fyrir árið 2022.
5. 2312065 - 9 mánaða rekstraryfirlit 04
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fór yfir rekstrarniðurstöðu fræðslusviðs fyrstu níu mánuði ársins 2023.
6. 2312020 - Erindi frá forstöðumönnum bókasafna í Fjarðabyggð - desember 2023
Til kynningar var framlagt erindi forstöðumanna bókasafnanna frá 1. desember 2023.
7. 2312028 - Forvarnateymi Fjarðabyggðar 2023-2024
Til kynningar voru nýjar starfsreglur forvarnateymis Fjarðabyggðar.
8. 2312028 - Forvarnateymi Fjarðabyggðar 2023-2024
Til kynningar voru nýjar áherslur forvarnateymis Fjarðabyggðar fyrir árin 2024-2026.
9. 2312064 - Fundaáætlun fræðslunefndar vor 2024
Fyrir liggja drög að fundaáætlun fræðslunefndar fyrir fyrra hluta ársins 2024. Fræðslunefnd samþykkir fundaráætlunina.
10. 2311040 - Skýrsla stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fór yfir viðfangsefni leik-, grunn- og tónlistarskólanna í nóvembermánuði.
Fræðslunefnd þakkar greinagóða kynningu.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
1. 2311210 - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.
Þingsályktunartillagan um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra var kynnt fyrir fræðslunefnd.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta